Í framboði til allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins
13.3.2012 | 19:38
Allsherjar og nemmtamálanefnd fjallar um dóms- og löggæslumál, mannréttindamál, ríkisborgararétt, neytendamál, málefni þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga og jafnréttismál, svo og um mennta- og menningarmál og vísinda- og tæknimál.
Herdís Sigurjónsdóttir
Rituhöfða 4, 270 Mosfellsbær
Bæjarfulltrúi og doktorsnemi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands
Hér er 200 orða framboðsútgáfan af mér:
Ég gef kost á mér því ég tel mig hafa bæði menntun og reynslu sem muni nýtast vel í málefnastarfinu og löngun til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.
Ég er gift þriggja barna móðir, fædd og uppalin á Siglufirði. Ég hef búið í Mosfellsbæ frá árinu 1990 og setið í bæjarstjórn frá árinu 1998 og formaður bæjarráðs frá 2007. Ég hef gengt ýmsum trúnaðarstörfum s.s. forseti bæjarstjórnar, formaður fræðslunefndar, fjölskyldunefndar (einnig jafnréttisnefnd), heilbrigðisnefndar og SORPU bs. Sat í Brunamálaráði og sit í almannavarnanefnd, fagráði Brunamálaskólans og hópi á vegum forsætisráðuneytisins sem hefur það hlutverk að bæta verklag vegna tjónamála eftir náttúruhamfarir.
Ég hef starfað hjá VSÓ Ráðgjöf frá 2009 og var að hefja námsleyfi. Starfaði áður hjá Rauða krossi Íslands og þar áður við fisksjúkdómarannsóknir á Keldum. Menntun mín er þverfræðileg. Ég er lífeindafræðingur og lauk meistaranámi við umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Meistaraverkefnið fjallaði um hlutverk sveitarstjórna á neyðartímum og við endurreisn samfélaga eftir hamfarir. Nú stunda ég doktorsnám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Doktorsverkefnið fjallar um stefnu Íslands í almannavarna- og öryggismálum sem tekur til allra þátta íslensks samfélags og stjórnsýslu. Ég hef stýrt og tekið þátt í fjölmörgum rannsóknarverkefnum í starfi mínu og námi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.3.2012 kl. 10:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.