Ef ég bara ætti galdravönd

Er að reyna að átta mig á einu í okkar ágæta samfélagi og vafraði um á netinu áðan og skoðaði umræðuna  ...

  1. Fólkið í landinu vill lausnir vegna skuldavanda, enda sjá margir ekki til himins á meðan aðrir sem skulduðu hundruð milljóna eða milljarða hafa fengið niðurfellingu. Ég líka, enda óþolandi ástand og var þetta eitt fyrirferðamesta umræðuefnið á landsfundi okkar sjálfstæðismanna, þrátt fyrir að fjölmiðlar og aðrir flokkar vilji draga annað fram. Við verðum að bjóða upp á raunhæfar lausnir fyrir fólkið í landinu. Okkur sem erum ekki enn farin og reyna að fá þá sem hafa flúið ástandið heim aftur.
  2. Fólk er reitt yfir ICESAVE, já ég líka enda mætti ég á Bessastaði með rauð blys og hvatti Ólaf til að skrifa ekki undir sem gekk eftir. Þetta var líka það sem gerðist eftir að við, fólkið í landinu mótmæltum.
  3. Ég vil framkvæmdir til að ná inn tekjum í þjóðarbúið í stað þess að hækka skatta. Ekki svo áberandi í umræðunni sem er merkilegt því atvinnuleysi er mikið. Ég veit ekki með ykkur, en ég er orðin leið á því að fólki sem er upp fyrir haus í skuldum þurfi að greiða 5-7 þúsund af 10 000 krónunum sem það vinnur sér inn aukalega til að ná endum saman í skatt. Algjörlega óþolandi stefna sem er líka bara fiff í ríkisáætlunum og gengur aldrei eftir, því við fólkið í landinu erum ekki asnar!!
  4. Ég vil líka að ríkið hætti að belgja sig út leyfi einkaaðilum og öðrum að gera það sem þeir sérhæfa sig í. Alls ekki svo áberandi í umræðunni sem er líka merkilegt, ég tek þó kannski bara svona vel eftir þessu þar sem ég er að nema opinbera stjórnsýslu og er búin að skoða mörg dæmi á liðnum árum í tengslum við það. 
  5. Ég vil lægri skatta eins og fram kom í 3.

Niðurstaðan er: ef ég bara ætti galdravönd ... hipp, hipp, hipp barbabrella!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband