Prófkjörsframbjóðandinn Sturla Sær

 
 
Tue 14. Jan 13:10
Mig langar soldid ad bjoda mig fram
Tha skaltu gera thad ;)
rennur ut a morgun :) 
 
Svona voru sms samskipti okkar mæðgina þann 14. janúar sl. og tilefnið var löngun Sturlu til að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ sem fram fer næsta laugardag, 8. febrúar.
Eflaust hafa margir haldið að ég hefði pressað á hann að gefa kost á sér, en það var alls ekki. Þetta er hans prívat ákvörðun sem hann tók í sögutíma í MS. 
Frá því að þetta sms var skrifað er hann búinn að safna meðmælum, gera Sturla Sær í 6 sæti Facebook síðu, fara í myndatöku og skrifa greinar eins og þessa sem birtist í síðasta Mosfellingi og fjallar um hvernig það er að alast upp í Mosfellsbæ.  

Að alast upp í Mosfellsbæ

Ég er Mosfellingur.

Það er kannski ekkert rosalega langt síðan ég fæddist eða tæp 19 ár, en á þeim tíma hefur Mosfellsbær breyst óskaplega mikið. Búið er að byggja höfðahverfið þar sem við fjölskyldan búum, einnig Krikahverfið, Tröllateiginn, Þrastarhöfðann, Leirvogstunguna og Helgafellshverfið. Komið er torg sem er frábært að safnast saman á þegar það eru hátíðir eða bara á sumrin þegar veðrið er gott.

Minn árgangur var sá fyrsti sem var öll 10 árin í Lágafellsskóla og hafa verið stækkanir í Lágó á þeim tíma sem ég var þar. Það var skemmtilegur tími og frábært þegar útibúið við Bólið var opnað í okkar hverfi. Lágafellslaug er besta laugin á svæðinu og veit ég um marga sem koma úr Reykjavík til að fara í sund þar. Áður en hún kom þurftum við að fara í rútu í Varmárlaug, sem var skemmtilegt en gat verið þreytandi á tímum.

Búið er að byggja nýja leikskóla og nú eigum við líka Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Íþróttaaðstaðan er miklu betri núna. Búið er að gera gervigrasvöllinn og svo eru líka komnir litlir fótboltavellir við skólana, sem slegist var um í frímínútum. Það var gerður skatepark í Reykjahverfinu og man ég hvað það var spennandi. Við krakkarnir höfum notað hann mikið, en það mætti klárlega laga hann og stækka. Hjólastígar og göngustígar sem búið er að gera eru mikið notaðir og sér maður hjólafólk um allt, líka yfir veturinn.

Það er gott að vera Mosfellingur. Ég vill að bærinn haldi áfram að stækka og þróast og reynast komandi kynslóðum eins vel og hann hefur reynst mér. Þess vegna langar mig til að taka þátt í sveitarstjórnarmálum.

Ég, Sturla Sær Erlendsson, bíð mig fram í 6 sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna. 

Ég verð að viðurkenna að ég er stolt af þessum 18 ára syni mínum og veit að hann á eftir að gera góða hluti í framtíðinni. Næsta verkefni er prófkjörið á laugardaginn og vona ég að honum gangi vel og hann fái tækifæri til að læra meira um sveitarstjórnarmálin eins og hann langar til.

1495504_10202264802595294_1875136368_n (1)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baráttukveðjur. Ætli Kristín Magnúsdóttir frænka okkar sé ekki örugglega komin á kjörskrá?

Sigurður Þórðarson, 6.2.2014 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband