Íbúalýðræði í Mosfellsbæ
26.5.2006 | 06:55
TÖLUVERT hefur borið á því í greinum vinstrimanna og framsóknarmanna að sjálfstæðismenn hafi dregið úr samvinnu við íbúa og ekki unnið eftir settum stefnum. Þetta er fjarri sannleikanum og ætla ég að fjalla um fáein atriði.Fjölmargir fundir hafa verið haldnir með íbúum til að kynna fyrirhugaðar breytingar á skipulagi áður en skipulag hefur verið auglýst sem leitt hefur til þess að hætt hefur verið við breytingar.
*Við unnum að því að gera alla stjórnsýslu opnari og skilvirkari og er framundan sú tíð að íbúar hafi rafrænan aðgang að öllum sínum gögnum hjá sveitarfélaginu
*Við héldum hverfafundi undir yfirskriftinni "Hvað finnst þér"
*Við héldum íbúaþing þar sem íbúar mættu og létu sig mál Mosfellsbæjar varða
*Við tókum upp viðtalstíma við bæjarfulltrúa (minnihlutann líka)
*Við mótuðum reglur varðandi úthlutanir lóða sem er meira en hægt er að segja um fyrri meirihluta sem mótaði úthlutunarreglur eftir að fólk hafði sótt um lóðirnar
Til hvers að móta stefnu?
Mótaðar voru ýmsar stefnur í tíð fyrri meirihluta, rétt eins og við höfum gert. Mótuð var heildstæð skólastefna, atvinnu- og ferðamálastefna, samþykkt var stefna varðandi sjálfbæra þróun á 21. öldinni og er það vel.*Við erum að vinna fjölskyldustefnu Mosfellsbæjar sem er nokkurs konar regnhlífarstefna og koma þar m.a. fram áhersluatriði þeirra stefnumála sem í gildi eru
*Við höfum endurskoðað jafnréttisstefnuna í tvígang
*Við erum að vinna eftir aðgerðaáætlun varðandi úrbætur í aðgengismálum í bæjarfélaginu
*Við samþykktum öryggisstefnu um hámarkshraða í íbúðarhverfum og úrbætur til að ná niður hraða sem unnið er markvisst eftir svo eitthvað sé nefnt
Eru stefnur eign meirihlutans?
Oft er nauðsynlegt að móta stefnu til að hægt sé að vinna skipulega að settum markmiðum, en "er stefna stefna meirihlutans eða samfélagsins alls?" Ég spurði mig eftir að hafa lesið grein fulltrúa Samfylkingarinnar. Er fulltrúinn að meina að þau markmið sem unnið var að varðandi sjálfbæra þróun á 21. öldinni í Mosfellsbæ gildi ekki fyrir sjálfstæðismenn þar sem þetta var unnið í stjórnartíð núverandi minnihluta? Þetta er furðuleg pólitík, enda hefur verið unnið ötullega að þeim málum allt kjörtímabilið.Ég sat í minnihluta þegar stefnan var mótuð og tók þátt í vinnunni af heilindum. Ég sýndi frumkvæði í þessum málum og var fulltrúi sjálfstæðismanna í stýrihópi sem stýrði vinnunni og vann af kappi fyrir bæjarbúa, enda til þess kjörin. Fólk verður að átta sig á því að stefna sem unnin er í sátt og samlyndi getur endurspeglað sjónarmið meirihlutans á þeim tíma. En þegar búið er að samþykkja eitthvað með öllum atkvæðum í bæjarstjórn þá erum við bæjarfulltrúar búin að taka ákvörðun um mál sem við tejum að komi sér vel fyrir samfélagið allt í Mosfellsbæ, ekki bara meirihlutann.
Ég treysti kjósendum til að kynna sér málin og sjá hverju við höfum komið í framkvæmd og núverandi stefnuskrá og veita sjálfstæðismönnum brautargengi í komandi kosningum.
X-D fyrir árangur, ábyrgð og lífsgæði.
Herdís er forseti bæjarstjórnar og 3. á framboðslista
Meginflokkur: Mosfellsbær | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2007 kl. 23:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.