Kosningaskjálfti upp á 4 á Richter
10.4.2007 | 16:04
Ég hef heyrt á erlendum vinum mínum að við Íslendingar séum afskaplega upptekin af veðrinu og veðurfréttum. En í okkar hugum skiptir miklu að vita hvernig veðrið er í dag og útlit næstu daga, en ætla ég ekki að fara út í það nánar hvort veðurspár ganga eftir. Sjómenn eru líka miklir veðurfræðingar, enda lífsafkoman undir því komin, hvort hægt er að fara á sjó.
Við kippum okkur samt ekki mikið upp við fréttir sem þessa, um öfluga jarðsskjálftahrinu sem hófst í gær 35 km úti fyrir ströndum Reykjaneshryggs og stendur enn yfir. Jú skjálftarnir hafa mælst allt að 4 stigum á Richter, en að sögn Matthew James Roberts, eftirlitsmanns á Veðurstofunni er ástandið þó ekki komið á það stig að sjófarendur á svæðinu séu varaðir við. Ef af eldgosi verður, er ekki talið að hætta skapist enda yrði um neðansjávareldgos að ræða.
Við lítum á þetta sem eðlilegt á eyju elds og ísa og tökum því sem að höndum ber og bregðumst við ef með þarf. Ég man enn eftir undrunarsvipnum á meðlimum evrópsks stýrihóps sem ég sat í varðandi almannavarnir, þegar ég fór yfir þá allt það sem við þurfum að vera búin undir hér á landi þegar kemur til náttúruhamfara. Já einfaldlega allt og ég tók eitt dæmi í mínum fyrirlesti, um frekar rólega viku í upphafi árs og sýndi mynd, en fannst þeim skjálftarnir vera ótrúlega margir og náðu því ekki hvernig þetta við gætum lifað hér við þessar erfiðu aðstæður. En við gerum það m.a. einmitt með því að fylgjast með veðrinu og jarðskjálftafréttum, enda eru hér sett heimsmet í veðurfarsbreytingum á hverjum degi og jú síðan eigum við líka heimsins bestu vísindamenn sem alltaf eru á vaktinni.
En það skyldi þó aldrei vera að ástæða þessa skjálftahrinu væri almennur kosningaskjálfti í Suðurkjördæminu?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Athugasemdir
Kæmi mér ekki á óvart, Herdís. Öll skjálftavirkni suður af landinu slær á þá óábyrgu umræðu um gerð jarðganga til Eyja. Það er búið að eyða alltof miklu fé í það gæluverkefni ýmissa stjórnmálamanna allra flokka. Því miður er það svo, að á kosninga vetri tapar þetta fólk áttum og alls konar vitleysis yfirboð grasserar eins og óværa á fólki. Annað gott dæmi er tafarlaus tvöföldun vegarins til Selfoss, er reynsla frænda okkar sýnir, að 2#1 vegur nægir næstu 10 árin. Svíar gera flesta hluti að vel athuguðu máli og þessi stefna þeirra í vegagerð var gerð í stjórnartíð Sossanna, sem stjórnað hafa í Svíþjóð jafnlengi og okkar flokkar hafa stjórnað á Íslandi frá árdaga okkar lýðveldis, ef ekki lengur ? Sossarnir okkar eru greinilega með yfirboð í þessu máli.
Með bloggvina kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 10.4.2007 kl. 18:39
Sæl kæra hálfnafna. Þú skildir þó aldrei hafa hitt naglann á höfuðið? Skjálfti í Suðurkjördæmi tengis kosningum. Það er allavega ljóst að hér eru ekki allir sáttir og ég trúlega ein þeirra. Ég vona bara að það gjósi ekki á næstunn og þó, best væri kannski að hafa allt uppi á borðum, ég hlakka mikið til fundarins annaðkvöld. Ég var búin að lofa að taka ekki fyrir einstaklinga á síðunni minni svo ég nota þína, sorry, en ég varð ýkt pirruð í kvöld þegar Þórunn sagði " koma lagi á efnahagsóreiðuna sem viðgengist hefur í landinu" og svo bla bla eitthvað um að allt væri að fara til anskotans. Váá, meira segja pabbi sem er á níræðisaldri og hefur aldrei verið pólutískur er sko ekki að kaupa þessa vinstir/verndar/stopp/ stefnu. Hann heldur með mér enda besti pabbi í heimi vei vei vei
Asdisomar (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 22:14
nú er mín pirr pirr. var búin að skrifa helling, en síðan þín hafði vit fyrir mér og henti mér út. ÆÆ en, það er náttl. skjálfti í okkur, held það sé vel ljóst, ég bíð spennt. Ég sá mest af Kastljósinu í kvöld en var ekki í aðstöðu til að punkta hjá mér það sem ég vildi fjalla um, en eitt fór mjög í taugarnar á mér, það var þegar Þórunn talaði um "óráðssíu í efnahagsstjórn landsins" HALLÓ hvar hefur þetta fólk verið.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 22:19
oh það var eins og ég með femininstaritgerðina sem ég skrifaði inn á síðuna hjá Hægri sveiflunni okkar... Hjörtur í essinu sínu þar...en ég sleppti því að skrifa ritgerð um að konur kjósa ekki bara konur af því að þær eru konur....
Já það var ýmislegt sem kom fram á þessum fundi, afskaplega duglegir frambjóðendur framsóknar í sal og flestir sem spurðir voru úti í bæ á móti ESB...og allir vildu fresta aðild nema Íslandshreyfingin, sem ætlar að sækja um á næsta kjörtímabili.... enn fékk innflytjendaumræðan of mikinn tíma að mínu mati.
Herdís Sigurjónsdóttir, 10.4.2007 kl. 22:49
Einn viðmælandinn hafði greinilega verið hringdur inn í þáttinn,var svo móður að hann gat varla talað, hann er rakari hér í bæ og vinnur hinumegin við götuna sem Nóatún er við, þar var spurt. Hefur eitthvað verið erfitt hjá þeim að fá fólk til að tjá sig. En ég skil ekki alveg afhverju í kom tvisvar inn, góð vísa er aldrei of oft kveðin
Ásdís Sigurðardóttir, 11.4.2007 kl. 00:54
Sæll Sveitungi
Skemmtileg er hugvekjan þín um hve við Íslendingar erum háðir veðrinu og hversu við látum náttúruviðburði á borð jarðskjálfta og eldgos ekkert setja okkur út af laginu. Og þessi snjalla hugdetta bandarísks prófessors um að stríðsforsetinn gæti auðveldar beint sprengjum sínum að friðsömum Íslendingum : við látum slíkt sem vind um eyru þjóta.
Einu sinni var ég á ferð með spússu minni úr langri ferð með Ferðafélagi Íslands er fréttist um að Hekla væri byrjuð að gjósa. Það var skömmu eftir hádegi 17.ágúst 1980. Ákveðið var að fara aukakrók upp Rangárvelli og þegar ekið var framhjá Næfurholtsbæjunum var bændafólkið í heyskap! Ekki var að sjá að eldspúandi Hekla með miklum og þungum drunum breytti nokkru í daglegum störfum þessa ágæta fólks.
Mér hefur oft verið hugsað til þessa. Kannski er skýringuna að finna af hverju enn býr fólk landið okkar að við látum aldrei bugast.
Kveðja
Mosi alias
Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2007 kl. 16:07
Maður veltir fyrir sér þessu fyrirkomulagi á sjónvarpsfundunum í héraði, mér fannst þetta með spurningar úr sal frá öðrum frambjóðendum skemma taktinn í fundinum, en það er mín persónulega skoðun.
Við erum og verðum víkingar Guðjón og höfum þurft að lifa með og í góðri sátt við náttúruna. Ég skrifaði einmitt um þetta í grein fyrir nokkru um snjóflóðin á Siglufirði og það að bera virðingu fyrir náttúruöflunum.
Herdís Sigurjónsdóttir, 11.4.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.