Flugvöllurinn áfram á höfuðborgarsvæðinu
17.4.2007 | 20:26
Tímamótayfirlýsingar allra flokka á kosningafundi á Ísafirði. Allir flokkar vilja hafa flugvöllinn áfram á höfuðborgarsvæðinu.
Verið er að skoða eftirfarandi möguleika á staðsetningu flugvallar:
- Þrír kostir núverandi flugvallar í Vatnsmýri með breyttri legu brauta.
- Nýr flugvöllur á Lönguskerjum.
- Nýr flugvöllur á Hólmsheiði.
- Innanlandsflug flutt til Keflavíkurflugvallar.
Niðurstöður eiga að sýna hag eftirtalinna aðila svo skýrt sem verða má:
- Ríkissjóðs
- Borgarsjóðs
- Íbúa Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins
- Fjarlægari landsbyggðar, það er þess hluta landsbyggðarinnar sem nýtir innanlandsflugið að marki
- Þjóðarinnar í heild.
Kaflinn um flugmál í samgönguályktun 2005 - 2008 er eftirfarandi:
Aukin notkun á farþegaflugi ásamt útboði á flugþjónustu til jaðarbyggða hefur skapað tryggari rekstrargrundvöll fyrir innanlandsflug. Landsfundur hvetur til áframhaldandi stuðnings á flugleiðum til jaðarbyggða, þó þannig að hagkvæmni sé gætt í hvívetna. Jafnframt hvetur landsfundur til þess að Reykjavíkurflugvöllur gegni áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs. Uppbygging heilbrigðisþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og helstu menntastofnana landsins er í Reykjavík og því er eðlilegt að landsmenn allir hafi eins greiðan aðgang að þeirri þjónustu og kostur er. Mikilvægt er að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en núverandi flugstöð er úrelt og hamlar aðstöðuleysi þar m.a. samkeppni í innanlandsflugi. Landsfundur hvetur til þess að björgunarþyrlur landsmanna verði staðsettar víðar en á suðvesturhluta landsins.
Kafli um samgöngur í lofti í ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um samgöngumál
Aukin notkun á farþegaflugi ásamt útboði á flugþjónustu til jaðarbyggða hefur skapað tryggari rekstrargrundvöll fyrir innanlandsflug. Landsfundur hvetur til áframhaldandi stuðnings á flugleiðum til jaðarbyggða, þó þannig að hagkvæmni sé gætt í hvívetna. Jafnframt hvetur landsfundur til þess að Reykjavíkurflugvöllur gegni áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs. Uppbygging heilbrigðisþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og helstu menntastofnana landsins er í Reykjavík og því er eðlilegt að landsmenn allir hafi eins greiðan aðgang að þeirri þjónustu og kostur er. Mikilvægt er að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en núverandi flugstöð er úrelt og hamlar aðstöðuleysi þar m.a. samkeppni í innanlandsflugi.
Landsfundur hvetur til áframhaldandi uppbyggingar á aðstöðu fyrir millilandaflug á Keflavíkurflugvelli og að hraðað verði uppbyggingu á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli enda er öflugt millilandaflug styrkleiki fyrir stöðu Íslands í alþjóðavæðingunni. Þá skal einnig horft til þess að rýmka heimildir stærri flugvalla til að taka á móti loftförum erlendis frá. Tekið er undir áform um að færa rekstur Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá utanríkisráðuneyti til samgönguráðuneytis. Lögð er áhersla á að bæta enn frekar rekstrarumhverfi íslenskra flugfélaga þannig að þau geti áfram dafnað í alþjóðlegri samkeppni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Facebook
Athugasemdir
Það er ánægjulegt að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll á núverandi stað. Oddviti Samfylkinarinnar í borgarstjórn vill
flugvöllinn burt og fara í lóðabrask með Vatnsmýrarsvæðið. Sé Samfylkingin jafnmikill landsbyggðarflokkur og menn þar á bæ vilja vera láta, ætti ISG að tala um fyrir Degi B, Eggertssyni. Samfylkingin getur ekki leikið tveim skjöldum í þessu máli fremur en öðrum,
Mep kvepju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 18.4.2007 kl. 09:16
Villa > Mep kvepju....Með kveðju..... (tæknileg mistök) Bless, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 18.4.2007 kl. 09:19
Ertu líka hættur að nota innanlandsflugið Raggi minn . Það var nú fjör þegar enn var hægt að fljúga á Siglufjörð og frá Sigló á Akureyri.
En varðandi Skóginn og Vatnsmýrargarðinn þá sé ég það því miður ekki verða að veruleika.
Herdís Sigurjónsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.