Kolviðarskógur og útblástur

Kolviður minniVerkefnið Kolviður hefur heldur betur vakið verðskuldaða athygli og verður gaman að fylgjast með og taka þátt. Einstaklingum og fyrirtækjum gefst kostur á að kolefnisjafna notkun bílanna sinna og flugferða með skógrækt. Verkefnið gengur út á það að hægt er að láta gróðursetja trjáplöntur sem binda kolefni á móti útblæstri faratækja. Guðfinna Bjarnadóttir, kvenskörungur og frambjóðandi okkar Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur leitt þetta verkefni og er ánægjulegt að ríkisstjórnin ætlar ganga á undan með góðu fordæmi og kolefnisjafna fyrir bíla í eigu stjórnarráðsins. Kaupþing hefur einnig tilkynnt að fyrirtækið muni afkola sem nemur útblæstri frá bílaflota fyrirtækisins og er ég viss um að fjölmargir aðrir gera slíkt hið sama. Það má samt ekki gleyma því í þessu sambandi að það allra besta er að nota farartækin sem minnst og minnka þannig útblástur, verkefnið Kolviður er hugsað sem jákvæð mótvægisaðgerð.

Það gleymist líka oft að við landnám er talið að um þriðjungur landsins hafi verið vaxið skógi og því hafa skógarnir nær horfið á þúsund árum. Skógræktarfélög eru líka um allt land og eru verið að vinna að mörgum átaksverkefnum eins og Hekluskógum og unnið að því að endurheimta skóginn og binda örfoka land á mörgum stöðum.

Kolviður er dæmi um verkefni sem sýnir að hægt er að takast á við umhverfismál án þess að beita boðum og bönnum eins og vinstrimenn hafa tilhneigingu til að gera. Á næstu árum verður að minnka hlutfall úrgangs fá heimilum og fyrirtækjum og því er mikilvægt að fólk taki sjálft ábyrgð á sínum gjörðum. Sveitarfélög hafa hvatt íbúa eins og með þátttöku í verkefni Landverndar Vistvernd í verki sem ég hef skrifað um og eins hafa skólar í auknu mæli unnið sér inn Grænfána og tekið upp virkja umhverfisstefnu. Þetta eru allt dæmi um hvatningu til einstaklinganna til að velja sér umhverfisvænan lífstíl 


mbl.is Allir bílar stjórnarráðsins verða kolefnisjafnaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband