Mikil hamingja með Lágafellslaug
21.4.2007 | 09:21
Sumardagurinn fyrsti var bjartur og fagur og var gaman að gleðjast með hundruðum Mosfellinga yfir nýrri sundlaug og íþróttahúsi í Mosfellsbæ sem fékk nafnið Lágafell og Lágafellslaug. Líkt og með Varmárlaug og Íþróttamiðstöðina Varmá sem enn er aðal íþróttaaðstaðan okkar þar sem íþróttafélögin hafa aðstöðu sína.
Þetta var ekki síður ánægjulegt því hér voru hávær mótmæli við ákvörðun okkar Sjálfstæðismenna um byggingu sundlaugar á þessum stað við Lágafellsskóla. Hér átti eingöngu að vera skólaíþróttahús en tókum við ákvörðun um að reisa líka fjölskyldusundlaug á þessum stað og fá til Nýsi til samstarfs við byggingu og rekstur. Nú er búið að vígja iþróttamiðstöðina Lágafell fjórum mánuðum fyrr en áætlað var og er ljóst að einnig verður mun meiri þjónusta en hefði orðið ef aðeins bæjarfélagið hefði staðið að byggingu, en Word Class mun verða með líkamsræktarstöð, kaffihús, nuddaðstaða og aðstaðan öll hin glæsilegasta.
Þegar við Sjálfstæðismenn komum að málinu fyrir fimm árum þá var fyrrum meirihluti búinn að taka ákvörðun um að rífa gömlu Varmárlaugina og byggja þar 25 m laug og eina litla innilaug og voru þær hugmyndir kynntar nokkrum dögum fyrir kosningar 2002. Ef það hefði gengið eftir þá hefði bærinn orðið bæjarsundlaugarlaus á framkvæmdatíma. Nú er hins vegar verið að laga gömlu laugina og verður einnig byggt við Íþróttamiðstöðina Varmá sem mun verða glæsileg þegar Afturelding mun halda upp á 100 ára afmælið sitt eftir 2 ár.
Ég er alveg sannfærð um að þetta var rétt ákvörun og sést best á ánægju almennings með íþróttamiðstöðina og eins hefur það að hafa sundlaug á svæðinu breytt miklu fyrir skólastarf í Lágafellsskóla, þegar börnin þurfa ekki lengur að fara í Varmárlaug í sund.
Íþróttamiðstöðin Lágafell við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ vígð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega Anna, engin ástæða til þess. Enda ákváðum við að lagfæra hana og byggja við aðstöðuna við íþróttamiðstöðina Varmár bæði fyrir Aftureldingu og gesti. Mosfellsbær er ört vaxandi bæjarfélag og verðum að hugsa til framtíðar og hvað skólasundið varðar þá mun Lágafellslaug þjóna vestursvæðinu og Varmárlaug hinum hluta bæjarins.
Herdís Sigurjónsdóttir, 21.4.2007 kl. 15:54
Auðvitað var þetta rétt ákvörðun hjá ykkur og í svona stóru sveitarfélagi sem stækkar hratt veitir ekki af tveimur sundlaugum, frábær aðstaða hjá ykkur, þið megið vera mjög stolt af þessu, til hamingju
Jóhanna Fríða Dalkvist, 21.4.2007 kl. 16:14
Þið eruð (kannski ómeðvitað) líka að þjóna okkur sem búum austast í Reykjavík (Grafarholti og Staðahverfi). Til hamingju með glæsilega laug!
Jón Brynjar Birgisson, 22.4.2007 kl. 00:23
Nei Nonni minn, það treystir rekstrargrundvöll laugarinnar, það eru allir velkomnir í Mosfellsbæinn og ekki síst þið ... Það var svo mikil múgæsing og rangt farið með staðreyndir þegar við vorum í undirbúningi þessa máls um allan bæ að ég gæti alveg trúað því að ef það hefði farið í íbúakosningu að þá hefði það verið fellt. Ég er hrædd um að fáir sjái þessu sömu rök í sama ljósi í dag og ansi fáir bæjarbúar vildu ekki hafa þessa laug þar sem hún er staðsett í dag.
Herdís Sigurjónsdóttir, 22.4.2007 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.