Hefur Samfylkingin einkarétt á afnámi launaleyndar?

jafnretti_menn

Glæsilegt hjá Háskólanum í Reykjavík að ætla að sækja um vottun jafnra launa og sýnir bara þann mikla metnað sem ríkir hjá  þessum glæsilega háskóla.

Ég sá líka að formaðurinn, hún ISG hefði verið að skrifa um stuðning HR við þær aðferðir sem lýst er í stefnuskrá Samfylkingarinnar um afnám launaleyndar. Ég hef ekki lesið þær en ég er búin að lesa ályktanir Sjálfstæðisflokksins um þessi mál þar sem talað er um að launþeginn sjálfur eigi að ráða því hvort hann segir þriðja aðila frá launum sínum, sem þýðir það að atvinnurekendur geti ekki sett á launaleynd, sem er afnám launaleyndar. Þetta er einn liður því því að afnema óútskýrðan launamun kynjanna sem er algjörlega óþolandi og ólíðandi og verður að uppræta. 

Mér þótti þessi frétt heldur grátbrosleg, heldur Samfylkingin virkilega að þessi mál sem ég Sjálfstæðiskonan hef svo oft skrifað um séu þeirra einkamál, eiga þau kannski einkaréttinn?

Yfirlýsing HR fer í heild hér á eftir:

Mishermt er í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um kynbundinn launamun í Morgunblaðinu í gær að Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, hafi lýst yfir stuðningi við þær aðferðir sem lýst er í stefnuskrá Samfylkingarinnar um afnám launaleyndar.

Hið rétta er að Háskólinn í Reykjavík mun verða eitt af fyrstu fyrirtækjum og stofnunum landsins til að sækja um vottun jafnra launa á vegum félagsmálaráðuneytisins eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga.

Háskólinn í Reykjavík vill vera í fararbroddi í jafnréttismálum og hefur HR valið þessa leið sem heppilegasta til að tryggja jafnrétti starfsmanna sinna.


mbl.is Yfirlýsing frá Háskólanum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt þegar Sjálfstæðismenn eru að tala um launajafnrétti og afnám launaleyndar. Þeir hafa staðið sig afskaplega vel að eigin sögn en líklega ekki annara. Og gaman að sjá loforðalistann sem er í gangi. Ætli þetta sé eithvað svipað og þegar menn frá Sjálfstæðisflokknum voru á Siglufirði  fyrir 4 árum og lofuðu að hafist yrði handa strax um sumarið á  Héðinsfjarðagöngunum. En höfðu ekki betri yfirsýn yfir efnahagstjórnina að viku eftir kosningar var göngunum slegið á frest vegna óhagstæðrar skilyrða. Sýnir annað hvort hvað Sjálfstæðisflokkurinn er óforskammaður eða hefur littla yfirsýn yfir efnahagsstjórnina.  

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ómar þú ert allavega að fá göngin núna og á sama tíma lækka skattarnir, en með vinstri menn við stjórn hefðir þú fengið reikninginn í formi hærri skatta. Þetta tal um hagstjórnarmistök dæmir sig sjálft þegar vikulega birtast tölur um annað t.d aukin kaupmátt, aukin hagvöxt, minni atvinnuleysi, lækkun skatta og niðurgreiðslu erlendra skulda. Rúm 60% landsmanna segjast hafa það betra nú en fyrir 4 árum

Ingólfur H Þorleifsson, 22.4.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Sæll Ómar, já þú heldur kannski að jafnréttismál hafi ekki verið rædd hjá Sjálfstæðisflokknum, ekki frekar en umhverfismál, sem er bara bara hlægilegt. En ég veit ekki hvernig Héðinsfjarðargöngin tengjast launajafnrétti, en þar sem ég þekki þá sögu ágætlega þá vil ég benda á að um frestun var að ræða, en það að hætt hafi verið við framkvæmdina. Ég fylgist með gangi mála og gengur ágætlega og síðast þegar ég vissi var búið að sprengja tæplega 1200 metra inn Ólafsfjarðarmegin og 1355 metrar inn Siglufjarðarmegin og er gert ráð fyrir að verkninu verði lokið 2009.

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.4.2007 kl. 11:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Áfram X-D. Það verur gaman að keyra norðurströndina í göngum og fallegum fjörðum.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband