Trúlega enn fleiri hlynntir varaliði

logreglustjarna(1)Ég er viss um að enn fleiri hefðu verið hlynntir varaliðinu, ef allir vissu hvað verið væri að meina með varaliði lögreglu. Þessu held ég fram eftir að hafa rætt þessi mál við fjölmarga undanfarið. Ég hef heyrt ýmsar útgáfur og meira að segja her eins og stjórnarandstaðan blés upp í byrjun, sem er náttúrulega fráleitt. Ég set líka stórt spurningarmerki við þá andstöðu sem birtist hjá Vinstri grænum, 57,8% á móti varaliðnu, af hverju? Er þetta ekki sami flokkurinn og vildi stofna netlöggu?

Ég skoðaði þessi varaliðsmál vel og bloggaði um málið þegar það var sem háværast, enda málaflokkurinn mér hugleikinn. Stofnun varaliðs er partur af nýjum verkefnum íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins, hér má sjá verkefnalistann og hvað hefur áunnist.

Þó ég hafi ekki séð endanlegar tillögur eða útfærslu er augljóst að verið er að efla heimavarnir sem ég tel vera af hinu góða. Lagt er til að lögreglulögum verði breytt og ríkislögreglustjóra verði heimilað, að fengnu samþykki dómsmálaráðherra, að bæta við varaliði lögreglu og almannavarna. Slík heimild var í lögreglulögum frá 1940 til 1996, þannig að í raun er ekki um nein nýmæli að ræða.

Samkvæmt frumvarpinu verður ríkislögreglustjóranum falið að halda utan um þetta varalið og búnað þess, en hvort tveggja tæki mið af varðgæslu mikilvægra mannvirkja eða staða, landamæragæslu, verkefnum vegna öryggisgæslu, mannfjöldastjórnun, almennum löggæsluverkefnum, umferðarstjórn og sérstökum verkefnum

Nú hvaða fólk á síðan að skipa þetta varalið lögreglu og almannavarna? Samkvæmt tillögunni yrði kallað til starfa fólk úr röðum björgunarsveita, slökkviliðs, sjúkraflutninga, öryggisvarða, friðargæsluliða og fyrrverandi lögreglumanna eftir sérstaka þjálfun á vegum ríkislögreglustjóra.

Ég sé ekki annað en að með þessum tillögum sé verið tryggja faglegt starf á neyðartímum. Það veit hver sé sem hefur komið að stórslysaæfingum og almannavarnaaðgerðum að ekki er nægjanlegt að hver viðbragðseining geti unnið sitt starf, það er samhæfingin, samstarf og samskipti við aðrar viðbragðseiningar sem skiptir máli til að hlutirnir gangi vel fyrir sig. Með góðri samhæfingu eins og reynsla er komin á með samhæfingarstöð almannavarna er hægt að tryggja góða þjónustu og aðstoð við borgarana á hættu og neyðartímum.  

Talað hefur verið um að við höfum öflugt almannavarnakerfi og að hjálparlið almannavarna (björgunarsveitir og Rauði krossinn) geti alveg verið þetta varalið. Vissulega er hjálparlið almannavarna mikilvægt á neyðartímum og er um að ræða ýmis verkefni sem sinnt er eins og leit og björgun og rekstur fjöldahjálparstöðva. En í þessari ágætu tillögu er ekki eingöngu verið að ræða um sjálfboðaliða heldur einnig aðrar mikilvægar starfsstéttir. Því sýnist mér að þarna sé einkum verið að ræða um aukna þjálfun og samhæfingu aðila, sem eins og ég sagði áður skiptir öllu máli þegar á reynir.


mbl.is Meirihluti hlynntur stofnun varaliðs lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Gæti ekki verið meira sammála.  Okkur þetta algjör nauðsyn að eiga eitthvað samhæft þjálfað lið sem grípa mætti til á neyðartímum.  Annars bendi ég á blogg mitt um þetta efni frá 2. apríl.

Sveinn Ingi Lýðsson, 21.4.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vil varalið. Sammála þér mín kæra eins og ávallt. Annars asnaðist ég til að lesa blogg hjá Guðfríði Lilju og ég bara snappaði. Þvílíkur hálfvita gangur í þessu SF fólki, ég bara fokreiddist og lét vaða. Fæ vonandi skammir eða eitthvað, gæti ekki verið meira sama, nú er að koma sá tími sem hver vitleysan og málefnaleysan fer að birtast, mæ god   kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Heyr, heyr! Ég held svei mér þá að ég hafi sjálfur látið blekkjast af þeirri neikvæðu umræðu sem fór af stað um leið og hugtakið varalið var fyrst nefnt. Kannski sá maður of fljótt fyrir sér hóp af óþjálfuðum hægri mönnum á Austurvelli að berja vinstri menn 1949.  

Jón Brynjar Birgisson, 22.4.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband