Skotleyfi á stjórnmálamenn

73m

Ég fór inn á bloggsíðu um daginn þar sem umræðan snérist um mannasiði á blogginu og nikkara, eða fólk sem skrifar undir dulnefni. Einnig var talað um hvað moggabloggið hefur bætt ýmis öryggisatriði og nýverið farið að birta IP tölur á tölvum þeirra sem eru að skrá athugasemdir án þess að vera skráðir moggabloggarar, sem eru jákvæðar breytingar að mínu mati. Ég hef aldrei áttað mig á því af hverju fólk bloggar undir dulnefni og hefur maður séð ýmsar rætnar og ábyrgðarlausar færslur og athugasemdir á blogginu, sem trúlega hefðu aldrei verið látnar flakka ef fólk hefði haft manndóm í sér til að skrifa undir nafni.

Flestir sem tjáðu sig um þetta mál voru sammála um að þetta ætti ekki að líðast, en ég varð þó hugsi yfir einni athugasemdinni. Þar kom fram að það væri bara í góðu lagi að rakka pólitíkusa niður undir dulnefni, þeir væru í þannig stöðu í þjóðfélaginu að þeir yrðu að þola slíkt skítkast! Ef bloggarinn missti sig þá væri það val pólitíkusanna hvort þeir tækju mark á því sem sagt hefði verið. Með öðrum orðum skv. þessu þá hafa pólitíkusar gefið út á sig skotleyfi um leið og þeir tóku ákvörðun um að fara í pólitík. Nei fólki getur ekki verið alvara með svona skrifum.

Ég á marga góða vini og félaga sem eru á öndverðu meiði við mig í stjórnmálum, en ég virði skoðanir þeirra og sýn, enda snýst það í flestum tilfellum um mismunandi leiðir að ákveðnu takmarki við að bæta samfélagið. Fólk sem valið hefur að vinna fyrir samfélagið af heilindum eins og ég fullyrði að langflestir gera, sama hvaða flokki þeir vinna með, eru ekki skotskífur sem hægt að er að leyfa sér að skjóta á færi og allra síst undir dulnefni.

Það er hollt fyrir okkur öll sem erum að blogga og skrifa um pólitík að hugsa um þetta. Maður hefur örugglega gleymt sér sjálfur í hita leiksins varðandi einhver mál, en það hefur þá að minnsta kosti allt verið undir fullu nafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála.  Ég hef misst út úr mér hluti en geri það þó undir nafni.  Ætla samt að vanda mig betur.  Það skilar engu að vera að argast út í fólk.  Jákvæðni og tími vinnur með góðum málstað.

Vilborg Traustadóttir, 22.4.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Sæl  Herdís 

Já  þetta eru  svo  sannarlega  orð í  tíma  töluð það er með  ólíkindum hvað fólk  leyfir  sér  að setja á  bloggið. Hitt er svo  annað  mál að  stjórnmálaleiðtogar  fá  ýsa gagnríni  sem  almennur  borgari  fær  ekki og  það er mjög  eðlilegt að fólk sem  er í  sviðsljósinu sé  gagnrínt almennt. Enn fólk  verður að gæta  kurteisi og  háttvísi í  sínum  skrifum  sama um  hvern  er verið  að fjalla. Það var okkur  kennt  Herdís  í  Fljótunum í  den ekki satt?

Gylfi Björgvinsson, 22.4.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ hálfnafna. Ég er einmitt að reyna að passa mig, hugsa stundum og skrifa hraðar en ritskoðarinn hefur við  :):)  ætla samt að vanda mig fram að 12. ljótt að skammast og rífast. Eigðu góða vinnuviku.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Sammála - fólk verður að geta staðið við stóru orðin sín.

Halldór Sigurðsson, 22.4.2007 kl. 23:01

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já mikið rétt Gylfi við lærðum þetta í Fljótunum

Herdís Sigurjónsdóttir, 23.4.2007 kl. 08:37

6 identicon

Hahahaha...........þetta er alveg týpískt fyrir mig.  Nú var ég að flakka á milli þinnar síðu og Ásdísar stórfrænku minnar, les athugasemd hennar, fer að hugsa til hennar, sendi henni færslu en úppps.......hún fór óvart til þínÉg ætlaði nú samt að kvitta fyrir hjá þér líka og lýsa yfir ánægju minni með fólksfjöldann sem mættur var á opnunarhátíð kosningaskrifstofunnar í Kópavogi og bara hvað sumarið ætlar að verða gott hérna í Mosó.  Við alla vega stefnum á það

Elín Karitas Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband