Stefnumót við sjálfstæðismenn í kraganum

sv_hopurEins og ég sagði í gær þá er mikið að gera hjá frambjóðendum um allt land og fékk ég þetta frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum, en þau bjóða kjósendum á stefnumót í bæjarfélögum kjördæmisins um helgina. Það er mikilvægt fyrir hinn almenna kjósanda að hafa tækifæri til að hitta frambjóðendum og er ljóst að ég mun mæta á sunnudaginn til að hitta liðið.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í kraganum vilja hitta þig.

Þeir verða á eftirtöldum stöðum um helgina:

Laugardagur 28. apríl

Kl.09.30  Seltjarnarnes – sal Sjálfstæðisfélagsins Austurströnd
Kl.11.30  Kópavogur – kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins Hlíðarsmára 19
Kl.13.30  Garðabær – Garðabergi, Garðatorgi 7

Sunnudagur 29. apríl
Kl.12.00  Hafnarfjörður – félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins Strandgötu 27
Kl.14.00  Álftanesi – Haukshúsum
Kl.20.00  Mosfellsbæ – Safnaðarheimili, Þverholti 3.

Góðar veitingar og létta spjall.

Hlökum til að sjá þig!

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis hópur, þó svo ég myndi ekki kjósa hann málefnalega séð.

En hver var að fikta í photoshop við gerð myndarinnar. Það er borði frá sjálfstæðisflokknum fyrir utan Kringluna með Þorgerði Katríni og Geir. Ég verð bara að viðurkenna að ég þekkti Þorgerði Katríni ekki strax og kærasta mín sem fylgist ekki alveg jafnvel með pólitík kannaðist nú bara ekkert við hana fyrst til að byrja með.

Of mikið photoshopað fyrir minn smekk. En ágætis hópur þrátt fyrir það.

Kveðja úr Háskólanum

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Ég mæti á sunnudaginn á Strandgötuna

Jóhanna Fríða Dalkvist, 27.4.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband