Meiri tíma fyrir mig

1mai_auglysingMér fannst ágæt 1. maí auglýsingin frá VR, sem er mitt félag. Hún hreyfði við mér og örugglega fjölmörgum öðrum. Auglýsingin sýnir barn með kröfuskilti sem á stendur "meiri tíma fyrir mig".

Ég held að það sé einmitt það sem við eigum að gera. Að fækka vinnustundum og verja meiri tíma með börnunum okkar. Við hjónin höfum bæði unnið úti frá börnunum okkar þremur sem við áttum á 11 ára tímabili. Það var mikill munur þegar við áttu þá yngstu 2003 að hafa tækifæri til að vera lengur heima og ekki síst það að þá gátum við verið bæði heima og sú stutta átt meiri tíma með pabba sínum og veit ég svo sem ekki hvort það er þess vegna sem hún er svona mikil pabbastelpa en það hefur örugglega hjálpað til.

1. maí baráttudagur verkafólks skipar stóran sess í lífi margra. Kröfuganga niður Laugaveginn og útifundur á Ingólfstorgi. Í ár verður hann haldinn undir yfirskriftinni "Treystum velferðina". Ég sá líka að VR mun leggja það fjármagn sem annars færi til kaffiveitinga á 1. maí til velferðarmála til hagsbóta fyrir félagsmenn, sem er vel til fundið.

Kristín systir og amma með litla SjonnalinginnFjölskyldan skiptir miklu máli og bættu þau Halla og Sigurjón við enn einum hluthafa í stórfyrirtækið Siglo-group í gær. Við erum öll að springa úr grobbi yfir honum og ekki síst amma Kristín sem sést á myndinni með litla Sjonnalinginn. Sýnist okkur svona við fyrstu skoðun að beri bara þó nokkurn Siglo-group svip.

En nú erum við Rituhöfðafjölskyldan að að fara í bæinn til að taka þátt í hátíðarhöldunum og njóta þess að vera saman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já með skipstjóranef!  Æðislegur strákur! Til hamingju öll.

Vilborg Traustadóttir, 1.5.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

HÆ. Til hamingju með viðbótina í fjölskyldu ykkar. Börn eru blessun. Hafðu það gott. kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 19:43

3 identicon

Þessi skrif hafa vakið mikla kátínu meðal VR starfsmanna,, skellti þessu á innri vef í morgun starfsfólki til fróðleiks :-)

kv. Magnea

Magnea Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 16:19

4 Smámynd: Andrea

Til hamingju með nýja hluthafann!

Ég er sammála þér með auglýsinguna, hún er góð. Foreldrar eru of lítið með börnunum, þau eru á stofnunum allan daginn og svo í mörgum tilvikum er þeim skellt fyrir framan sjónvarp/tölvu þegar þau koma heim  og fram að háttatíma. Leiðinleg þróun á fjölskyldunni. 

Andrea, 2.5.2007 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband