Geir H. Haarde forsætisráðherra 13. maí

Ghh_2006

Ég horfði á Kastljósið í gær þar sem Geir Hilmar Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var í viðtali. Mér fannst þeim takast að draga fram persónu Geirs með viðtölum við ýmsa aðila og hann sjálfan og stóð hann sig vel, enda frábær maður og mikill leiðtogi þar á ferð.

Það eru mörg ár síðan ég kynntist Geir og strax í upphafi fann maður hvað hann er heill og traustur og einstaklega þægilegur í samskiptum. Það er alveg sama við hvern hann er að tala hann kemur alltaf fram við fólk af virðingu sem er að mínu mati mjög mikilvægur persónueiginleiki. Hann sló algjörlega í gegn á árshátíð hjá okkur Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum, enda Geir mikill söngmaður og stórskemmtilegur. Hann studdi okkur líka vel í kosningabaráttunni síðasta vor og tók ég eimnitt bloggmyndina af þeim Geir og Þóreyju dóttur hennar Elínar Reynis á þeim tíma. 

geir_thorey 

Geir hefur góða menntun og mikla reynslu og var gaman að sjá stjórnmálaferil hans tekinn saman í Kastljósþættinum í gær. Það er ljóst að hann hefur eflst með hverju verkefninu og hefur hann staðið sig vel í þessari fyrstu alþingiskosningabaráttu sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Hann nýtur trausts fólksins í landinu sem kemur mér ekki á óvart enda er ekkert mannlegt Geir óviðkomandi.

Á þeim tíma sem Geir og Þorgerður Katrín hafa verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins hefur maður merkt einbeittann vilja þeirra til að virkja flokksfélagana um allt land. Það kom vel fram að landsfundinum hvað mikil sátt ríkir um forystuna og stefnumálin. Kosningabaráttan sem hófst strax að loknum landsfundi hefur verið jákvæð en að sumra mati of litlaus. Að mínu mati þá hefur baráttan farið ágætlega fram og þá helst að stjórnarandstaðan sé að reyna að draga úr trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins í ýmsum málaflokkum, sem hefur lítið virkað og er maður farinn að heyra kunnugleg yfirboð hinna flokkanna í fjölmiðlum.

Staða Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sannarlega sterk í dag, en þó má hvergi slaka á í lokabaráttunni og verðum við að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn muni áfram leiða ríkisstjórnina þann 13. maí. Geir lýsti ástæðunni fyrir mikilvægi þess vel í lokaorðum setningarræðu sinnar á landsfundinum, þar sem hann sagði.. "Við höfum byggt traustan grunn á síðustu árum, lagt grunninn að frekari framförum íslensku þjóðarinnar. Framundan eru nýjar áskoranir, ný tækifæri - nýir tímar".

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála. 

Vilborg Traustadóttir, 1.5.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband