Til hamingju Ragnheiður

Ragheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ er nýjasti þingmaðurinn eins og ég bloggaði um í sigurvímu í morgun. Hún kom inn í lokatölum frá NV kjördæmi eftir "inn og út um gluggann" kosninganæturinnar eins og hún sagði sjálf þegar ég hitti hana á Aftureldingarleiknum í dag.

Kannanir sýndu fyrir kosningar að raunhæfur möguleiki væri á að Ragnheiður sjötta á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum gæti náð kjöri. Það var líka ljóst ef hún næði ekki inn þá yrði enginn þingmaður úr Mosfellsbæ. En hún náði kjöri og erum við Mosfellingar afskaplega stolt af nýja þingmanninum okkar.  

Hún Ragnheiður er vel kynnt af störfum sínum bæði sem bæjarstjóri og eins sem kennari og skólastjóri í yfir 20 ár. Hún hefur verið oddviti okkar sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ og bæjarstjóri frá 2002. Það eru vissulega blendnar tilfinningar hjá mér þegar ég hugsa til þess að hún hætti sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ, en á hinn bóginn veit ég líka hvað það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa fulltrúa á alþingi sem hefur jafn víðtæka reynslu og þekkingu á málefnum sveitarstjórna og hún hefur og ekki síst málefnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 

Það verður svo sannarlega skrítið að hitta hana á árlegu þingmannafundum í Hlégarði, þar sem hún verður nú í nýju hlutverki og þarf ekki lengur að messa yfir þingmönnum Kragans um öll þau málefni sem við viljum fá úrbætur á í Mosfellsbænum sem eru á hendi ríkisins. En ég treysti því að hún geti með auðveldum hætti sett sig inn í okkar mál Smile.

Þingflokki Sjálfstæðisflokksins hefur bæst góður liðsauki með Ragnheiði Ríkharðsdóttur og veit ég að hún á eftir að vinna af krafti fyrir alþjóð á Alþingi okkar Íslendinga næstu árin.

 

 


mbl.is Ragnheiður: Spennandi kjörtímabil framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ragnheiður er frábær, dóttir min kenndi einu sinni hjá henni og líkaði vel. Til lukku með þitt fólk, hér eru menn aðeins að skripla milli sæta   en verður ekki að breyta þessum reglum um inn/inn  út/út fyrir næstu kosningar, maður fær bara hjartaáfall af spenningi.    segi svo bara eins og Emil, tekur þú ekki við bæjarstjórasætinu (veit að það er kominn annar)  kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég þakka traustið elskurnar . Það var ljóst í upphafi þessa kjörtímabils að Haraldur tæki við, en Ragnheiður ætlaði ekki að vera bæjarstjóri út allt kjörtímabilið.

Kveðja héðan úr sólinni í Mosfellsbænum

Herdís Sigurjónsdóttir, 15.5.2007 kl. 07:07

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já Hjördís mín greinilega grunnt á sjallann í þér .. þið Elli hljótið að hafa talað ótrúlega mikið...þegar hann fór um morgunninn var hann vel talandi en svo þegar ég hitti hann aftur á kosningavökunni kom hann ekki upp hljóði ...held að hann hafi hugsanlega smitast af einhverri kosningapest.

Emil minn þú vilt ekki brugga Haraldi launráð og ég vil það ekki heldur. Hann verður flottur bæjarstjóri.

Herdís Sigurjónsdóttir, 15.5.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband