130 milljón króna tekjuafgangur Mosfellsbćjar
15.5.2007 | 16:34
Ársreikningur Mosfellsbćjar fyrir áriđ 2006 var kynntur á fundi bćjarstjórnar í síđustu viku og verđur reikningurinn tekinn til seinni umrćđu í bćjarstjórn ţann 23. maí. Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2006 gekk mjög vel og umtalsvert betur en gert var ráđ fyrir í fjárhagsáćtlun. Rekstrarniđurstađa A og B hluta var jákvćđ um 130 mkr eđa um 68 mkr. betri en áćtlađ var. Veltufé frá rekstri var 531 mkr eđa 16,5% sem er međ ţví hćsta sem gerist međal sveitarfélagana á landinu og handbćrt fé frá rekstri var 636 mkr. Eiginfjárhlutfall A og B hluta var 33% og hefur hćkkađ úr 25% frá árinu 2002 en sé einungis litiđ til A hluta var eiginfjárhlutfall 30% og hefur hćkkađ úr 15% frá árinu 2002. Sköttum og ţjónustugjöldum er stillt í hóf og er Mosfellsbćr međ eitt lćgsta útsvar á höfuđborgarsvćđinu 12,94%, auk ţess sem fasteignaskattar á íbúđarhúsnćđi voru lćkkađir úr 0,360% í 0,225% ađ međtöldum afslćtti. Frá síđastliđnu hausti hefur 5 ára börnum veriđ veitt 8 klst endurgjaldslaus vistun á leikskólum. Mikil uppbygging átti sér stađ í sveitarfélaginu á árinu og námu fjárfestingar 510 mkr. og bar ţar hćst nýjan gervigrasvöll ađ Varmá, stćkkun Lágafellsskóla og stćkkun leikskólans Huldubergs. Ţrátt fyrir ţetta tók bćrinn engin lán á árinu og skuldir viđ lánastofnanir lćkkuđu. Íbúum fjölgađi um 344 eđa um 4,8% og voru 7.501 ţann 1. desember. Á árinu voru gerđir samningar um byggingu um 1.400 íbúđa í Leirvogstungu og í Helgafellslandi sem tryggja ađ kostnađur sveitarfélagsins viđ byggingu grunn- og leikskóla á ţessum svćđum verđur mun minni. Áćtlanir gera ráđ fyrir ađ íbúar verđi tćplega 11 ţúsund í árslok 2010. Ársreikning bćjarsjóđs Mosfellsbćjar er hćgt ađ nálgast hér. |
|
Flokkur: Mosfellsbćr | Facebook
Athugasemdir
Góđur rekstur. Villi getur fengiđ punkta svo Reykjavík verđi jafn góđ nćst, en ţá verđa ţeir líka lausir viđ áhrif R listans.
Ásdís Sigurđardóttir, 15.5.2007 kl. 20:58
Ók gegn um Mosó í kvöld. Mikil uppbygging í gangi!!!
Vilborg Traustadóttir, 15.5.2007 kl. 23:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.