Veðurfræðingar ljúga
21.5.2007 | 22:14
Við Íslendingar erum mikil veðuráhugaþjóð og ég ekkert undanskilin í því sambandi. Þegar ég tala við foreldra mína á Siglufirði þá spyr ég þau alltaf um veðrið, nema náttúrulega þegar það er bongóblíða á Sigló og pabbi verður fyrri til að hringja í mig. Pabbi er mjög veðurglöggur maður og var yfir 40 ár til sjós og þar lengst af sem skipstjóri og líkt og með aðra sjómenn þurfti hann að stóla á sig sjálfan líkt og aðrir sjómenn í gegnum aldirnar. Ég hef gaman að velta veðrinu fyrir mér og er óhætt að segja að einhæfni sé ekki orðið þegar rætt er um veður á Íslandi.
Ég hef oft rætt um veðuráhuga Íslendinga á ráðstefnum erlendis og eru erlendir samstarfsmenn undrandi yfir öllum þessum áhuga og aðgengilegum upplýsingum. Þegar ég fer síðan að ræða allar náttúruhamfarirnar sem við getum átt von á hérna á Íslandi nær fólk því ekki hvernig okkur dettur yfir höfuð í hug að búa hérna á þessu landi elds og ísa.
Þegar ég bjó í Ameríku þá komst ég að því mér til mikillar undrunar að þar hafði fólk ekki áhuga á veðrinu og var slétt sama um veðurspár og þótti allt þetta tal um veður og framtíðarspár algjör tímaeyðsla, það væri hvort eð er ekkert hægt að breyta veðrinu. Hér á Íslandi aftur á móti er veðrið málið og ef við ætlum í útilegu þá leitum við bara uppi hagstæðustu veðurspána og öfugt ef við nennum ekki og syngjum svo bara hástöfum með Bogomil Font lagið "Veðurfræðingar ljúga" og látum sem ekkert sé. Við kippum okkkur heldur ekki upp við svona snjókomu eins núna 21. maí, getum við ekki bara litið á þetta sem svona smá túristavetur líkt og með Heklugosin.
Esjan komin í hvítan kufl að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Andsk. í helv. hóar, og hinummegin á Esjuna snjóar. Mýramenn í k.... sín k.... og klóra sína lúsugu p.... Fyrirgefðu mér dónaskapinn, reyni að fata pent í þetta, en ég lærði þessa visu fyrir ótal árum og finnst hún alltaf svolítið skondin. Hér skín sól og ég á leiðinni út í göngutúr.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 14:07
Já skáldlegt var það Hjör-Ás-dís.... ég man nú líka eftir vetrarveðri á 17. júní á Siglufirði ... en það er svo gaman að spá í veðrið.
Herdís Sigurjónsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.