Til hamingju pabbi og allir hinir

Skip við bryggju 1987

Ég vil byrja á því að óska pabba og öllum hinum núverandi og fyrrverandi sjómönnum til hamingju með daginn og fjölskyldum ykkar einnig.

Nú standa yfir hátíðarhöld um allt land og fylgist ég með á Siglufirði í gegn um frábæru síðuna hans Steingríms Lífið á Sigló og hinum öðrum fjölmiðlum. Flestir eru á því að ekki sé eins mikið púður í hátíðarhöldunum í dag og í gamla daga og tek ég undir það nema þá kannski helst í Grindavík og var auglýst fjölbreytt dagskrá alla sjómannadagshelgina. Ég sá meira að segja Sigurjón Veigar frænda minn á mynd í auglýsingunni, en hefur hann jafnan staðið sig vel í því að skemmta áhorfendum í Grindavík.

Þess dagur skipar stóran sess í mínu lífi og vorum við Jóhann bróðir til að mynda bæði skírð á sjómannadaginn, en þá voru sjómenn eins og pabbi í landi. Allir togarar og skip voru í hátíðarbúningi við bryggju og Við fórum alltaf í bæinn og tókum þátt í hátíðarhöldunum í sparifötunum með sjómannadagsmerki í barmi. Við fórum alltaf í sjómannadagskaffi og oft skemmtisiglingu og stundum fór pabbi með bæjarbúa á Sigluvíkinni.

Í ár ætla ég að fara til Hafnarfjarðar og taka þátt í athöfn við Suðurhöfnina þar um hádegi. Þá mun Steinunn Guðnadóttir formaður stjórnar gefa Fjölsmiðjuskipinu nafn og ætla ég ekki að missa af því. Þessi bátur er forsenda þess að hægt var að stofna sjávarútvegsdeildina við Fjölsmiðjuna og á eftir að breyta miklu fyrir ungmenni sem nú geta náð sér í reynslu í sjómennsku sem oft er krafist þegar sótt er um pláss á sjónum.

Við fjölskyldan skellum okkur kannski í siglingu með skipinu á eftir og hver veit nema hægt verði að ná sér í sjómannadagskaffi líka. 

 


mbl.is Sjómannadegi fagnað um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir hamingjuóskir til allra sjómanna fyrr og síðar, þeir eru hetjur í mínum augum og ber ég mikla virðingu fyrir þeim.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 13:52

2 identicon

Til hamingju með daginn sjómanns stelpa og góða skemmtun i Hafnarfiðri, ég ætla hins vegar að skreppa inn á Hrafnistu í Reykjavík með mömmu á sýningar og kaffi.

Já, Fjölsmiðjan er sko að gera góða hluti og skipið er sko kærkomin viðbót við það frábæra starf sem þar er unnið. Það verður svo gaman að fylgjast með nýrri Fjölsmiðju á Akureyri.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband