Er þetta ekki algjör undantekning?

Ég trúi bara ekki öðru en að þetta sé undantekning, en vissulega viðbjóðslegur viðskilnaður hjá þessu fólki. Það er náttúrulega ljóst að haldið hefur verið partý og síðan hefur liðið bara lokað hurðinni og farið heim án þess að velta því fyrir sér að moka út og þrífa. Ég er ekki sammála því að lausnin sé að banna ungu fólki undir tvítugu að leigja sér bústaði og láta alla hina þurfa að líða fyrir þessu svörtu sauði sem eru greinilega samviskulaus. 

Ég fór nú að hugsa um aumingja fólkið sem hefur komið að bústaðnum í góðri trú um dásamlega daga í sveitasælunni, en í staðinn gengið í eitthvað sem rimar við síðasta orðið fyrir kommu.

Ég hef leigt þónokkuð marga bústaði í gegnum árin og aldrei lent í því að þurfa að byrja á því að þrífa og svo sannarlega að ég eigi aldrei eftir að lenda í því.


mbl.is Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Góður Þrymur, hefur þú oft lent í svona þrifum

Herdís Sigurjónsdóttir, 13.6.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband