Trolla-jökull

Það er greinilegt á þessari mynd að töluvert er eftir af snjó á Tröllaskaga og kemur mér ekki á óvart. Á myndinni, sem MODIS-gervitunglið Terra tók í gær kl. 13., sést geislun sem mannsaugað nemur ekki. Hægt er að greina mun á ís og snjó annars vegar og skýjum hinsvegar (geislun frá snjó og ís birt með rauðum lit).

12juni2007

Það er ótrúlegt þegar maður keyrir á Siglufjörð yfir vetrartímann þá er nærri enginn snjór alla leiðina en þegar maður er í Fljótunum og nálgast Siglufjörð þá lendir maður í vetrarríki með töluvert miklum snjó. Enda hafa líka oft verið tímabil þar sem falla snjóflóð á Siglufirði og Vestfjörðum, en ekkert á öðrum svæðum á landinu.

En svo eru sumrin náttúrulega best fyrir Norðan. Nú fer að styttast í það að ég fari Norður og veit ég ekkert dásamlegra en að vera úti í garði eða á göngu í kring um miðnætti þegar fjörðurinn er spegilsléttur og fagur svo ég tali nú ekki um að ganga í fjörunni við bústaðinn á Borginni.


mbl.is Ísland séð utan úr geimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband