Hamfarir í Evrópu

Cam19

Það er ekki gott ástand  þarna í Sheffield og er enn úrhellisrigning og stormur sem gengur yfir England og Wales. Fréttir herma að þarna sé allt rafmagnslaust, vegir víða ófærir og hefur mörgum skólum verið lokað. Björgunaraðilar eru að bjarga fólki út um allt og hafa hundruð manna þurft að yfirgefa heimili sín. Það er ljóst að félagar mínir hjá breska Rauði krossinum eru örugglega að störfum núna, líkt og væri með okkur hjá Rauða krossi Íslands, ef svona neyðarástand skapaðist hér á landi.

Ég sit hér og horfi með öðru auganu á þátt um náttúruhamfarir í heiminum. Talað var um vaxandi flóðahættu í heiminum var farið yfir varnir London og var áhugavert að sjá hvernig Thames lokan og varnargarðar eru hannaðir til að verja borgina. Alltaf er samt verið að byggja íbúahúsnæði á þekktum flóðasvæðum og þar að leiðandi er bæði hættan meiri og eins er mun meiri fólksfjöldi sem þarf að takast á við vandamálið og bjarga komi til flóða. 

Ég hef líka farið á ráðstefnur þar sem Rauða kross fólk í Evrópu hefur verið að segja frá hitabylgjum og flóðum sem þessum, sem þó nokkuð hefur verið um á liðnum árum. Til að mynda var hitabylgjuna í Evrópu sumarið 2003. Í París dó 3000 manns á einni nóttu af völdum hitans og var algjört neyðarástand og ásakanir á báða bóga. Yfirvöld gagnrýnd af almenningi fyrir að grípa ekki fyrr inn í og aðvara fólk og almenningur svo ásakaður af yfirvöldum fyrir að hugsa ekki betur um aldraða ættingja sína sem varð verst úti í hitabylgjunni.


mbl.is Hundruð manna föst í skrifstofubyggingum í Sheffield vegna flóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var einmitt að horfa á þetta. Dóttir mín sem býr í London á vin (kærasta) sem er frá Sheffield svo ég var að forvitnast. Aumingja fólkið að vera strand í þessu ástandi. Öfgar í blessuðu veðrinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband