Nýjustu færslur
- Minningargrein um Rúnu vinkonu
- Meirihlutasamstarf VG og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ
- Akureyrarveikin, ME eða síþreyta
- Þegar ME (Síþreyta) var ímyndunarveiki
- Akureyrarveikin sem sló marga út um miðja síðustu öld
- Svínaflensusýkingin sem olli Akureyarveikinni eða ME/CFS (Mya...
- Lærdómsskýrsla um flóð á Vestfjörðum í febrúar 2015
- 2014 annáll Rituhöfðafjölskyldunnar á fjögur í Mosfellsbæ
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2021
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Súperskátinn minn floginn
27.7.2007 | 10:58
Það var heldur glatt yfir skátanum mínum í nótt þegar haldið var til Keflavíkur, enda stefnan sett á Jamboree í Englandi. Þetta verður mikil upplifun fyrir alla sem verða á staðnum og er ég að vonum glöð með að í þessum 40.000 skáta hópi í Englandi, eigi Rituhöfðafjölskyldan sinn fulltrúa.
Undirbúningur hefur staðið lengi og eru Mosverjar eitt öflugasta skátafélagið á landinu og er því stór hópur sem fer frá þeim og mikill hugur í skátum. Búið að fjárfesta í ýmsum viðlegubúnaði sem nýtist stóra skátanum okkar vonandi alla ævi. Ég er ánægð með að fyrir undirbúning var hún að missa áhugann, en nú virðist vera búið að blása lífi í glæðurnar og ætla ég að gera mitt til að halda eldinum lifandi, enda skátahreyfingin frábær félagsskapur. Það var gaman að sjá í fréttinni sem ég las í mogganum í morgun, um að margir forstjórar stórfyrirtækja ætluðu að taka fullan þátt í mótinu, enda "einu sinni skáti, ávallt skáti".
Ég vona svo sannarlega að allt gangi að óskum hjá þeim. Ég heyrði í gær að mótssvæðið væri þurrt og það væri ágætis hiti. Aðeins hefðu farið yfir stuttir skúrir og vona ég bara að það verði ekki verra en það á mótinu sjálfu. En komi til flóðs, er stóri skátinn minn þá a.m.k. í rétta félagsskapnum og ef hún er eitthvað lík móður sinni yrði smá björgunarfjör bara til að gera hlutina enn eftirminnilegri.
Skátarnir fljúga til Englands í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- morgunbladid
- erlendurorn
- stebbifr
- ktomm
- einarvill
- aslaugfridriks
- mojo
- marinomm
- kliddi
- gummimagg
- ekg
- nhelgason
- siggith
- jon
- mortenl
- astamoller
- kristjan9
- thoraasg
- johannesbaldur
- bryndisharalds
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- olofnordal
- armannkr
- ragnheidurrikhardsdottir
- sirryusa
- kristinhrefna
- thorbjorghelga
- sigurdurkari
- omarjonsson
- birgir
- vild
- harharaldsson
- doggpals
- esv
- erlaosk
- stefangisla
- bjarkey
- imba
- jahernamig
- ksig58
- reykjaskoli
- ketilas08
- arnibirgisson
- andrea
- gummibraga
- jensgud
- jonaa
- gurrihar
- chinagirl
- bylgjahaf
- grazyna
- helgatho
- bryndisfridgeirs
- ea
- kolbrunb
- she
- borgar
- gudni-is
- skytta
- duddi-bondi
- heimssyn
- ellyarmanns
- hannesgi
- joninaben
- eyjapeyji
- gudfinna
- grimurgisla
- maggaelin
- krummasnill
- dalkvist
- 8agust
- helgahaarde
- kristinmaria
- ringarinn
- thelmaasdisar
- malacai
- saxi
- jax
- arniarna
- dullur
- hlynur
- paul
- sigmarg
- andriheidar
- gutti
- birkire
- drum
- jonmagnusson
- bingi
- golli
- photo
- olavia
- stefaniasig
- saethorhelgi
- gbo
- rungis
- hvala
- siggisig
- jonthorolafsson
- fjola
- godsamskipti
- hjaltisig
- gudbjorng
- icejedi
- neytendatalsmadur
- stjornun
- audbergur
- iceland
- villidenni
- vakafls
- handtoskuserian
- hrafnaspark
- sjalfstaedi
- konur
- alheimurinn
- vefritid
- urkir
- kosningar
- brandarar
- gattin
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Sæl Herdís
Gaman af þessari færslu þinni sem ég datt inná af mbl.is. Dóttir mín Guðrún er líka að fara á Jamboree þannig að a.m.k. tveir "Siglfirðingar" verða á svæðinu og að sjálfsögðu ávallt tilbúnar eins og sannir skátar. Bestu kveðjur úr Borgarfiðinum.
Inga Margrét '66.
Inga Margrét Skúladóttir, Borgarnesi (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 11:05
Heil og sæl Inga Margrét
Já og Anna Guðlaug hennar Konnýar líka ... það verður ekki logið upp á þessa Siglfirðinga...þeim er ekkert að fækka, þeir búa bara annars staðar .
Herdís Sigurjónsdóttir, 27.7.2007 kl. 11:10
Góð setning hjá þér, ekkert að fækka, búa bara annarsstaðar. Það er von að veðrið verði gott, hér fer að rigna þannig að þá ætti að rigna minna í Englandi. Vonum það besta fyrir skátana. Á að útilegast um helgina?
Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 11:30
Góðar óskir héðan.......
Vilborg Traustadóttir, 27.7.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.