Tímaskekkja

Árlega leggja skattstjórar álagningar- og skattskrár fram til birtingar lögum samkvæmt. Í fréttum í dag var upplýst hverjir eru skattkóngar og drottningar landsins. Ég hef áður sagt frá því að ég man eftir einu atviki á Siglufirði tengt þessum tíma. Hengd var upp auglýsing um söfnun. Íbúar voru hvattir til að skjóta saman fé til styrktar ákveðnum mönnum í bænum, svona til að þeir ættu fyrir mjólk og salti í grautinn. Þetta var náttúrulega sett fram í kaldhæðni, af fólki sem fannst þessir menn vera fullneðarlega á skattskrárlistanum. Ég efast um að svona lagað gerist nú til dags. Ég held að fólk treysti því að skattayfirvöld sjái til þess að fólk telji fram, auk þess sem nú er meiri sjálfvirkni í kerfinu en áður var.

Alveg er mér sama hvað Jóna á móti þénar, en greinilega hafa einhverjir áhuga á því að skoða þessar upplýsingar. Það er gott hjá SUS að mæta með gestabókina, það verður gaman að sjá hvort fólk er tilbúið að gefa upp tilgang "rannsóknarinnar".

Eins og ég hef oft sagt er þetta tímaskekkja og kominn tími til að afleggja eins og margoft hefur verið lagt til á alþingi. Ég spái því að þess verði ekki langt að bíða að lögum um tekjuskatt og eignarskatt verði breytt og þetta aflagt. Þegar það gerist þá á ég ekki eftir að sakna þess að sjá í blöðunum fréttir um skattkónga. Ekki man ég hverjir fengu þá nafnbót í fyrra.


mbl.is Er álagning einkamál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í áratugi hefur þetta verið hápunktur ársins, að geta forvitnast um hag annarra. Þvílík iðja. Ekki hef ég áhuga, starfaði þó við skattamál hér á árum áður.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir sólbaðskisurnar þær eru unun.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband