Frí fram yfir verslunarmannahelgi

Einbirnið Sædís Erla

Ég er eitthvað andlaus þessa dagana og ætla að taka mér bloggfrí fram yfir verslunarmannahelgi og kanna hvort andinn kemur ekki yfir mig aftur. Ég ætla að vera heima, því ég er á bakvakt hjá Rauða krossinum. Þetta verður í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég verð í bænum, en ekki á Siglufirði. Það hefði verið gaman að fara í gönguna í Héðinsfjörð um helgina, en ég fæ bara í staðinn góða útrás á hellunum sem við hjónin ætlum að leggja í planið um helgina. Það er annars svo ótrúlega rólegt hjá okkur þessa dagana. Frumburðurinn á skátamóti í Englandi, strákurinn hjá ömmu og afa á Sigló og er því bara litla grjónið hér heima og nýtur þess í botn að vera einbirni, eins og sést á myndinni.

Njótið helgarinnar elskurnar og gangið hægt um gleðinnar dyr. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að helgin verði þér og þínum góð. Við verðum heima, kíkjum bara á mömmu og svo koma kannski barnabörn í heimsókn. Sonurinn i Köben og kærasta hans eru að koma heim í 10 daga svo það verður gaman hjá okkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 12:06

2 identicon

Hver veit nema maður fái sér rúnt upp í Mosó....

Við verðum líka heima við og ef veðrið verður gott þá verðum við örugglega út í garði að dunda okkur. Elska að vera "bara" heima þessa helgi ,enda með allt mitt fólk heima við

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband