Nýjustu færslur
- Minningargrein um Rúnu vinkonu
- Meirihlutasamstarf VG og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ
- Akureyrarveikin, ME eða síþreyta
- Þegar ME (Síþreyta) var ímyndunarveiki
- Akureyrarveikin sem sló marga út um miðja síðustu öld
- Svínaflensusýkingin sem olli Akureyarveikinni eða ME/CFS (Mya...
- Lærdómsskýrsla um flóð á Vestfjörðum í febrúar 2015
- 2014 annáll Rituhöfðafjölskyldunnar á fjögur í Mosfellsbæ
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2021
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Menning í Mosfellsdalnum
16.8.2007 | 08:21
Þeir eru menningarlegir í Mosfellsdalnum og er þá Egill Skallagrímsson meðtalinn, en hann hvílir í Mosfellsdalnum.
Ég hef farið á hverju ári í dalinn þegar sultukeppnin er, en ekki enn tekið þátt, en hver veit hvað gerist þegar berin í garðinum eru orðin stærri, eða þá ef ég færi að sulta hrútaber. Þetta er skemmtilegur siður og gaman að sjá kappið hjá þátttakendum, enda titillinn "sultugerðarmaður ársins" í húfi.
Ég fer yfirleitt á hverjum laugardegi á markaðinn upp í Dal seinnipart sumars og kaupi mér grænmeti, heimagerðarsultur og pestó og síðast en ekki síst rósir á góðu verði. Sædís Erla er farin að biðja um að fara á markaðinn, því þar fær hún heimagerða skúffuköku með ljúffengu súkkulaðikremi og djús.
Í Mosfellsdal er líka Gljúfrasteinn, heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið en nú opinn almenningi sem safn. Í móttökuhúsi er margmiðlunarsýning helguð ævi og verkum Halldórs. Þetta er skemmtilegt safn og er opið þar alla daga frá kl. 9.00 - 17.00.
Á sunnudögum eru haldnir stofutónleikar á Gljúfrasteini og eru tvennir tónleikar eftir í sumar. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl.16.
19. ágúst Peter Maté, píanó
26. ágúst Guðný Guðmundsdóttir, fiðla og Gerrit Schuil, píanó
Leitin að bestu sultunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- morgunbladid
- erlendurorn
- stebbifr
- ktomm
- einarvill
- aslaugfridriks
- mojo
- marinomm
- kliddi
- gummimagg
- ekg
- nhelgason
- siggith
- jon
- mortenl
- astamoller
- kristjan9
- thoraasg
- johannesbaldur
- bryndisharalds
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- olofnordal
- armannkr
- ragnheidurrikhardsdottir
- sirryusa
- kristinhrefna
- thorbjorghelga
- sigurdurkari
- omarjonsson
- birgir
- vild
- harharaldsson
- doggpals
- esv
- erlaosk
- stefangisla
- bjarkey
- imba
- jahernamig
- ksig58
- reykjaskoli
- ketilas08
- arnibirgisson
- andrea
- gummibraga
- jensgud
- jonaa
- gurrihar
- chinagirl
- bylgjahaf
- grazyna
- helgatho
- bryndisfridgeirs
- ea
- kolbrunb
- she
- borgar
- gudni-is
- skytta
- duddi-bondi
- heimssyn
- ellyarmanns
- hannesgi
- joninaben
- eyjapeyji
- gudfinna
- grimurgisla
- maggaelin
- krummasnill
- dalkvist
- 8agust
- helgahaarde
- kristinmaria
- ringarinn
- thelmaasdisar
- malacai
- saxi
- jax
- arniarna
- dullur
- hlynur
- paul
- sigmarg
- andriheidar
- gutti
- birkire
- drum
- jonmagnusson
- bingi
- golli
- photo
- olavia
- stefaniasig
- saethorhelgi
- gbo
- rungis
- hvala
- siggisig
- jonthorolafsson
- fjola
- godsamskipti
- hjaltisig
- gudbjorng
- icejedi
- neytendatalsmadur
- stjornun
- audbergur
- iceland
- villidenni
- vakafls
- handtoskuserian
- hrafnaspark
- sjalfstaedi
- konur
- alheimurinn
- vefritid
- urkir
- kosningar
- brandarar
- gattin
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Hef alltaf ætlað að mæta og versla - kl. hvað er markaðurinn? Er hann bæði laugardag og sunnudag? Hvar er hann staðsettur?
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 16.8.2007 kl. 08:35
Markaðurinn er á laugardögum og hefst kl.11 og stendur til svona fjögur. Það borgar sig að mæta snemma því þá eru til margar tegundir af grænmeti og öllu hinu. Ég gleymdi því áðan að líka er hægt er að kaupa silung, bæði frosinn, stundum nýjan og oft grafinn... nammi namm.
Sjáumst um hádegi á laugardaginn
Herdís Sigurjónsdóttir, 16.8.2007 kl. 09:18
Ég aðstoðaði vinkonu mína í vikunni við að sulta úr rifsinu, alltaf svo gaman að vera svona búlegur á haustin. Þó svo það sé punkterað á manni af og til
Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 10:20
Já Herdís mín, sveitin okkar!!!
Bestu kveðjur frá K. Tomm.
Karl Tómasson, 16.8.2007 kl. 13:03
Auðvitað sultar þú Herdís mín og gerir okkur bloggvini þína stolta af þér, að fá titilinn er svo bara bónus
Bjarney Hallgrímsdóttir, 16.8.2007 kl. 20:12
Namm...sulta...allt of góð stundum..... Annars Mosó er flottur bær.
Vilborg Traustadóttir, 16.8.2007 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.