Ofviðrið eftir Shakespeare í Mosfellsbænum

Ungliðar Leikfélags Mosfellssveitar

Ég fór á frumsýningu á Ofviðrinu eftir William Shakespeare, hjá ungliðum Leikfélags Mosfellssveitar um síðustu helgi. Hún Ásdís dóttir mín lék í leikritinu og stóðu krakkarnir sig einu orði sagt frábærlega. Þau fóru með mjög svo flókinn texta, sem þau skyldu ekki sjálf í byrjun og er maður ekki hissa á því, enda leikritið skrifað fyrir mörg hundruð árum síðan. Maður varð alveg agndofa þegar þau romsuðu út úr sér textanum og túlkuðu af mikilli innlifun og snilld. 

Þau hafa verið að æfa í sumar undir leikstjórn Ólafs S. K. Þorvaldz, sem þau líta öll mikið upp, enda er hann frábær við þau. Hún Ásdís hefur tekið þátt í ýmsum uppfærslum á síðustu árum og er að byrja að æfa með leikfélaginu í vetur.

Ég hvet fólk til að fara mæta í bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ og horfa á efnileg mosfellsk ungmenni spreyta sig í leiksviðinu.

  • 2. sýning verður laugardaginn 1. september kl. 14.00
  • 3. sýning verður sunnudaginn 2. september kl. 14.00

Hér eru myndir sem ég tók á frumsýningunni. Sumar eru hreyfðar þar sem ekki mátti nota flass, en það gerir þær bara líflegri.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur greinilega verið meiriháttar gaman, flottar myndir. Rosalega sæt myndin af börnunum þínum saman.  Til hamingju með nýja bæjarstjórann.  Vildi að við værum að fá nýjan líka og nýja bæarstjórn.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já þetta var voða gaman hálfnafna.

Takk fyrir það, ég er ánægð með hann. Hef unnið með honum lengi og veit að hann á eftir að standa sig vel..... I know what you mean

Herdís Sigurjónsdóttir, 31.8.2007 kl. 20:36

3 Smámynd: Jón Svavarsson

Til hamingju mín kæra með tuttugu ára afmælið og allt það, eins nýja bæjarstjóran, en svo kannast ég soldið við þessa sigur mynd er reyndar að fá alveg svakaleg frá hvarfs einkenni  af sökknuði, sjáumst vonandi fljótlega, knús

Jón Svavarsson, 1.9.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband