Verkefni allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

logo

Þetta er ánægjuleg þróun og er umferðin áberandi minni þegar framhalds og háskólar byrja þetta haustið. Fólk var í vandræðum á nýju heimasíðunni fyrstu dagana því ekki var búið að setja inn leiðarvísir, en nú er hann kominn á sinn stað og er einnig hægt að prenta út leiðabæklinga.  

Ég gagnrýndi það í útvarpsviðtali að borgin tæki einhliða ákvörðun um að fara í þetta verkefni einhliða og þá í leiðinni fyrir hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og næ því ekki í raun ennþá af hverju ekki var hægt að taka ákvörðun um að fara í þetta átak í stjórn Strætó bs. Þetta verkefni er göfugt og mun klárlega stuðla að því að fólk átti sig á því að þessi ferðamáti er góður og stuðlar að minni umferð á götum höfuðborgarsvæðisins, svo ekki sé talað um minni mengun. 

Ég bind miklar vonir við þetta tilraunaverkefni, sem Mosfellsbær og öll önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í og stefnið ég háskólaneminn að því að verða ein af þeim sem telur í talningatölum yfir þá framhaldsskólanema sem nota þjónustuna. Ég leit á leiðina mína út Mosfellsbæ í skólann og sá að best er að taka vagninn kl. 7.39 og þá verð kominn í HÍ kl. 08.03, 24 mínútur á leiðinni, þetta bara gæti ekki verið þægilegra.


mbl.is Fullt í strætó á morgnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband