Siðfræði náttúrunnar
4.9.2007 | 22:17
Ég fór í fyrsta tímann minn í siðfræði náttúrunnar í dag. Það voru helmingi fleiri mættir en skráning sýndi og því greinilega mikill áhugi á efninu.
Ég sá að ég verð ég að setja mig í ákveðinn gír, siðfræðigírinn. Ég verð að reyna að sleppa allri rökhugsun og sönnunum og taka upp gömlu góðu bugðugleraugun. Ég er nefnilega þannig að ég verð að sjá allt fyrir mér í þrívídd, en það gæti reynst mér erfitt í þessum áfanga og ætla ég svo sannarlega að reyna að slaka mér og njóta þess að taka virkan þátt.
Ein pælingin var um mál sem kom upp í Bandaríkjunum, í einum af þessum villtu þjóðgörðum sem þar eru. Þar var lítið dádýr að mig minnir sem var fast í feni. Fjölmiðlar komust í málið og oft voru sýndar myndir af dýrinu brjótast um og reyna að koma sér upp. Eitthvað var búið var reyna að hjálpa því, hvað væri rétt að gera?
Ég fór strax að hugsa um að við yrðum nú að fá meira kjöt á beinin, það væri nú ekki hægt að velta þessu fyrir sé fyrr en ég vissi meira um aðstæður, stjórnina, garðinn, veðrið, var dýrið í útrýmingarhættu.. og og og.....
En sem betur fer voru ekki allir eins og ég og því spunnust heitar umræður um málið. Ein vildi drepa það, stytta tímann sem það varð að þjást..... en þá fór ég að hugsa um það hvort aðstæður hefðu leyft það .....
Ýmsir voru með og á móti og enn var ég að hugsa um að ekki væri hægt að svar þessu fyrr en ég vissi hvort það hefði yfir leitt verið hægt að bjarga dýrinu... af hverju þessu dýri... en ég hallaðist þó að því að rétt væri að láta náttúruna bara um sig sjálfa.
En svo kom í ljós að stjórn þjóðgarðsins ákvað að láta náttúruna bara um þetta og dýrið dó.
Var það rétt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, ég held bara að það hafi verið rétt. Dýrið var búið að þjást, ekki satt? kvekkt og kannski meitt. Náttúran veit sínu viti. En það er greinilegt að það verður fjör í náminu hjá þér í vetur. Kær kveðja í Mosó.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.