Er enn á lífi
19.9.2007 | 23:13
Það hefur verið heldur mikið að gera hjá minni undanfarið. Meira að segja svo mikið að ég hef ekki einu sinni náð að blogga. Ég tók morguninn heldur snemma og var komin á fund kl. 6.30 með dómnefnd Krikaskóla og vorum við að hitta einn af þeim hópum sem valdir voru til áframhaldandi þróunarvinnu. En Mosfellsbær auglýsti eftir hópi hugmyndasmiða til að þróa skólastefnu og hús fyrir nýjan skóla í Krikahverfi hér í bæ fyrir börn frá 1 árs til 9 ára. Sem sé margt að gerast í skólaþróun í Mosfellsbænum og eru mikil forréttindi að fá að fá að starfa að fræðslumálum fyrir bæjarfélagið sitt.
Síðasta helgi var meiriháttar ætlaði ég að vera búin að blogga og setja inn myndir, en allt fyrir löngu. Helgin byrjaði á bæjarstjórnargolfi á föstudagskvöldinu og fékk ég ekki verðlaun að þessu sinni, en Kalli Tomm félagi minn vann ásamt Skúla formanni. Ég hef ekki farið í bæjarstjórnargolf til að golfa í nokkur ár og var þetta mjög gaman.
Á laugardeginum var svo sextugsafmæli tengdamömmu. 130 manns takk og elduðu kokkarnir þau Siggi og Inga Rósa þennan líka flotta mat, en ég sá um veislustjórn með pompi og prakt. Það var mikið um ræður þetta kvöld og dansatriði. Vinir tengdó héldu ræður og svo urðum við páfuglarnir í fjölskyldunni eðlilega líka að láta ljós okkar skína. Fyrst hélt ég hálfa ræðu, svo hélt Elli minn heila. Ég hélt svo seinni hlutann af minni. Svo hélt fröken Ásdís Magnea þessa líka fínu ræðu fyrir ömmu og held ég að ég hafi bara aldrei verið jafn stolt og skrifaði hún líka ljóð á staðnum um ömmu flipp sem féll í góðan jarðveg veislugesta. Svo hélt Siggi litli bróðir ræðu í restina og var þá kominn danstími og allir fóru að tjútta, enda veislan haldin í Danshöllinni.
Á sunnudeginum fór ég í vettvangsferð með vistfræðinni, grasaferð frá kl.8 til sex. Það var mikið skoðað og greint og vorum við orðin sérfræðingar í flórunni þegar við fórum heim, en ég var nú samt svona frekar tuskuleg þegar heim var komið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman hjá þér og greinilega nóg að gera! Þú ert ögn spekingsleg í vistfræðinni.
Vilborg Traustadóttir, 20.9.2007 kl. 00:14
Það er ekki verið að sofa yfir sig á þínu heimili ask. dugnaður er þetta. Til lukku með tengdamömmu. Verður þú ekki komin í fanta golf form á næsta ári og rúllar liðinu upp?? Gakktu nú ekki alveg fram af þér í dugnaði, maður verður líka að vera latur. Hafðu það gott ljúfa mín. kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 12:41
Vilborg Þú hefðir þá átt að sjá mig á kafi í drullunni, datt í dý og sökk upp að mitti með aðra löppina, en naut þess í botn að vera úti.
já hálfnafna..nú ligg ég til dæmis uppi í rúmi með tölvuna og lillan að horfa á mynd við hliðina á mér. Ég er að verðlauna mig fyrir að hafa skilað fyrstu ritgerðinni í vetur .. þetta er ótrúlega gaman allt saman.
Herdís Sigurjónsdóttir, 20.9.2007 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.