Framkvæmdastjóri þingflokks Siglfirðinga

siglfirdingar

Var það ekki einmitt Gestur Fanndal sem sagði í bæjarstjórninni " Siglfirðingum fækkar ekkert, þeir búa bara annars staðar". Þessi nýstofnaði þingflokkur á Alþingi styður þessa kenningu og sé ég ekki betur en ég gæti haft góðan möguleika á að fá starf sem framkvæmdastjóri þingflokksins, enda 100% Siglfirðingur.

 


mbl.is Siglfirðingar fjölmennir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þeir eru gáfaðir Siglfirðingar ekki spurning, þú ert nú gott dæmi um það.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Við gætum svosem líka skoðað, hversu margir alþingismenn eru af Vestfjörðum komnir.

Það mun nokkuð stór hluti.

Í það minnsta tveir á myndinni hér við innleggið þitt, eru af ættum, sem komnar eru ,,að vestan!".

Hitt er svo, að ofurpatríotinn, núverandi samgönguráðherra, er svo ýtinn, að fengist hafa Héðinsfjaragöng, eitthvert það alvitlausasta, sem hægt var að gera við aurinn í byggðamálum þess ágæata kaupstaðar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.10.2007 kl. 10:50

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hver var að tala um jafnvægi.  Geta þínir menn þá ekki sett einhvern gamlan togara sem liggur við bryggju á Siglufirði í siglingar á milli lands og eyja þarna norðan megin?    Svona til að redda málunum áður en vetur gengur í garð.    

 Þú myndir vera flott á Alþingi, Herdís mín. 

Marinó Már Marinósson, 3.10.2007 kl. 13:20

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er virkilega gaman af þessu. Spurning hvort aðrir bæir og héruð geti ekki státað sig af áþekkri mannvitsbrekku og Siglfirðingar um þessar mundir sem stoltir benda á óvenjumarga sitjandi þingmenn sem hafa tengsl þangað norður?

Fróðlegt væri að vita hversu margir eiga tengsl við Borgarfjörð, Snæfellsnesið, Vestfirði, Húnavatnssýslur .. og að ekki sé Þingeyjarsýslum gleymt en alltaf hafa margir getað rakið ættir sínar þangað. Meira að segja Mosi er eitthvað 1/8 Þingeyingur sem hinir 7/8 partanir eru alveg miður sín af!

En svona er nú það. Enginn getur valið sér ætt, foreldra né nágranna.

Mosi -

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband