Á eftir gæsaskytteríi kemur plokkerí

Elli stórskytta        Jóhann gæsaskytta

Ég átti allaf eftir að setja inn gæsamyndir af þeim Ella og Jóhanni bróður, en þeir komu ekkert smá hróðugir heim úr veiðiferðinni. Alveg dauðþreyttir, en alsælir. Elli var ekki viss um að hann gæti skotið vegna slitnu sinarinnar í upphandleggnum, en svo fann bara ekkert fyrir þessu rambómorguninn mikla. En ég held nú samt að það verði betra að láta laga þetta með aðgerð, en byrja alla daga með skotveiðum LoL. Mér sjálfri þótti verst að missa af gæsaveislunni heima á Sigló, en mætti hópur góðra gesta eins og fyrri ár. Ég ætla ég að setja inn myndir frá veislunni og eins fleiri gæsaveiðimyndir fljótlega.

Jóhann og Sædís Erla

Jóhann fer til Noregs á morgun á fund og þaðan heim og verður þá búinn að vera í burtu í um 3 vikur. Við ætlum að skella einu læri í ofninn á morgun, taka eina ekta sunnudagssteik áður en hann fer af landi brott. Hann á nú eftir að koma aftur til landsins fyrir jól og þá getum við systkinin hist öll, en Stóra er núna í Póllandi og því er hittingur ekki í boði.

IMG_5555

Elli er búinn að vera að selja Kiwanislykilinn í allan dag og tók Sturla Sær rispu með honum og stóð sig bara vel í sölumennskunni, en svo fór hann á kvennafar. Ásdís Magnea er í Borgarleikhúsinu í látbragðsleik með Leikfélagi Mosfellssveitar og fór hún um allt betlandi og fékk nammi, appelsín og ýmislegt annað frá leikhúsgestum og skemmti sér konunglega við leikinn. 

Við Sædís Erla eru búnar að lesa nokkrar bækur, "OJ bara varstu að freta Fróði" og miklu fleiri og horfa á nokkrar myndir af Fríðu og Dýrinu og nú er hún í leikfimi hjá mér í rúminu. Ég er nú ekki búin að gera mikið, því ég fékk svona líka rosalega í bakið í gær og gat mig ekki hreyft. En er aðeins betri í dag og verð ég því klárlega komin í skólann á mánudaginn. Ég hélt að vísu að ég færi alveg með mig áðan því ég hló svo mikið þegar ég las alveg óborganlega sögu af Birgi litla, syni Árna Birgis frænda míns sem var að reyna að átta sig á muninum á strákum og stelpum.

Tolli og Þengill

Við fengum góða gesti í dag þegar Elli kom heim úr Kiwanislykla sölunni, en það voru þeir feðgar Tolli og Þengill og var gaman að sjá þá og hefur sá stutti heldur betur stækkað og farinn að spjalla og tryllti um allt. Eftir að þeir fóru skellti hann Elli minn sér út að plokka gæsir núna... já, það er nefnilega þessi óumflýjanlegi hluti skotveiðanna, það er nefnilega ekki í boði að sleppa, líkt og gert er í stórum stíl í laxveiðinni. Enda fengi ég þá ekki gæs til að elda á áramótunum.

Elli að plokka

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér, gæs nammi namm, langt síðan maður hefur eldað svoleiðis og drekkurðu svo ekki veru cold duck með því.? Snilld færslan um Birgi litla, ég tók bakföll. Hjá okkur er þetta kallað pjölla og finnst mörgum það asnalegt en við kunnum vel við það.  Vona að bakið lagist ljúfan mín og hafu það sem allra best. Kveðja úr einu rúmi í annað.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband