Náttúruunnandinn hún amma mín Herdís

Ég hef gaman að ættfræði og hef verið að leita að upplýsingum um ömmu mína Herdísi og afa Jóhann. Hún amma mín Herdís fæddist í Vík Haganesvík 30. ágúst 1893. Hún hefur verið ótrúleg kona, fór í skóla, var hagyrðingur, saumaði, málaði, var sýsluskrifari og skaut sel sem var ekki algengt í þá daga. Hún lést stuttu eftir að ég fæddist og þekkti ég hana því ekki í eiginlegri merkingu, en tel mig samt þekkja hana og ekki síður eftir að hafa verið í þessum rannsóknum. 

Mig  og langar mig til að birta hér ljóð eftir hana sem hún orti þegar Skeiðsfossvirkjun var byggð og fossinn var orðinn vatnslaus.  Það kemur vel fram í ljóðinu hvað hún var mikill náttúruunnandi, en hún var jafnframt meðvituð um mikilvægi rafmagnsins. Ég vildi óska þess að ég gæti sest niður með henni ömmu minni spurt hana nánar út í þetta ljóð og svo margt sem ég hef velt fyrir mér varðandi viðhorf hennar til samspils manns og náttúru. En eftir að hafa kynnt mér ævi ömmu minnar tel ég mig sjá að hún hafi haft skynjað umhverfið sterkt og hafi framar öllu þráð jafnvægi, með fullri virðingu fyrir bæði manni og náttúru.            

Fossinn

Þitt kjörorð var frelsi með kingi í hljóðum

kraftur og algleymi fylgdi þeim ljóðum

töfrandi litskrýddum ljósperlum stráði

á  landi sem augað og sálin mín þráði.

tröllaukni foss þú varst tekin og bundinn,

taminn og vilji þinn léttvægur fundinn.

 

Nú hefur tæknin tekið þig höndum

tamin  og reyrðan vélanna böndum

allur þinn máttur til mannanna þarfa

metinn og vegin nó er að starfa.

Í skiftum á litskrúð og ljóðanna glaumi,

Lýðurinn fagnar nú raforkustraumi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Alltaf gaman að fræðast um sína nánustu.  Held að það geti hjálpað við að skilja margt í manns eigin fari. 

Veiðikona hún amma þín.    Merkilegt nokk en eins og þú segir, þá hefur þetta þótt mjög sérstakt.   Í þá daga þurfti virkilega að hafa fyrir lífinu. 

En þú ert greinilega lík henni í framkvæmdagleði.

Marinó Már Marinósson, 20.10.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallega ort hjá ömmu þinni. Aldeilis dugleg og framkvæmdarsöm kona, ekki skrítið hvernig þú ert, hefur erft fullt af góðum eiginleikum frá henni. Virðingu eigið þið báðar skildar.  Knær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 19:14

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Framssýn kona og orð í tíma töluð.  Sorg og gleði haldast í hendur eins og endranær.  Enda systur sem geta ekki án hvor annarar verið...

Vilborg Traustadóttir, 20.10.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Við Sigurjónarnir erum sammála um að þetta sé "djöfull flott" hjá nöfnu þinni.

Sigurjón Þórðarson, 25.10.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband