Meistaranám og ....

Ég er alveg sannfærð um að þetta verður gott ár, hlaupár, slétttöluár og svo gæti ég útskrifast í haust þó svo að takmarkið sé enn að útskrifast í febrúar 2009.

Nú eru um tvö ár frá því að ég átti hið afdrifaríka símtal við Geir Oddsson, sem varð til þess að ég hóf námið í umhverfis og auðlindafræðum við HÍ. Geir hafði haft samband við mig nokkrum mánuðum fyrr og óskað eftir aðild Rauða krossins að verkefni um endurreisn samfélags eftir náttúruhamfarir. Hann hafði haft samband við Gest sem benti honum á að ræða við mig sem hamfarafulltrúa Rauða krossins og samþykkti Rauði krossinn að vera þátttakandi í verkefninu. Í þessu örlagasímtali var ég að spyrjast fyrir um hvort eitthvað hefði orðið af verkefninu, þar sem ég var að fara yfir verkefni næstu mánaða. Hann sagði þá að í umsókninni til Rannís væri gert ráð fyrir NN meistaranema sem enn ætti eftir að fylla upp í og ef styrkurinn fengist yrði hann fundinn. Nú styrkurinn fékkst og NN var breytt í Herdísi og fór sumarfríið mitt það árið í lagagreiningar. Nú er ég búin að vera eitt og hálft ár í náminu og taka fullan þátt í þessu frábæra endurreisnarverkefni með Sólveigu, Geir og Ásthildi og Guðrún Pétursdóttur sem stýrir því og mun því ljúka í vor. Ég veit ekki hvort það tengist slétttöluárum og þessum árstíma, en nú er ég farin að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að halda áfram í náminu þegar ég hef lokið meistaraprófinu Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

aðvitað gerir þú það.  Þú ert með 48 klukkustundir í þínum sólahring og verður aðvitað reyna fylla upp í hann.  Smá djók ekki illa meint.  Sjáumst skjótt

Guðrún Indriðadóttir, 13.1.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert alveg frábær og gaman að heyra frá þér. Auðvitað heldur áfram og klárar, ekki veitir af duglegu fólki til að aðstoða aðra í heiminum þegar hörmungar dynja yfir.  Ég hef mikla trú á þér yndið mitt og hlakka til að fylgjast með þér klára og halda svo áfram.  Gangi þér allt í haginn og vonandi hefurðu tíma svona af og til, til að láta heyra frá þér.  Earthquake   ég treysti á þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 15:14

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Kraftaverkakona.   

Marinó Már Marinósson, 13.1.2008 kl. 19:37

4 identicon

Þeir sem hafa lokið meistaranámi, geta þeir haldið endalaust haldið áfram námi á sömu braut.

Jón Hönnuður (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 16:00

5 identicon

Go girl go........!

Þú ert flottust, duglegust og fallegust ......að innan og utan.

Eins og músla mín sagði við pabba sinn í fyrradag þegar hún var að vitna í þig.....æj jú pabbi þú veist alveg hver hún er......vinkona hennar mömmu sem er alltaf svo falleg.....hún mundi ekki alveg nafnið enda mannsekjan á spítala!

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Kæru vinir þið eruð yndi., ég held þið hafið bara meiri trú á mér en ég sjálf .

Já ætli ég kanni ekki bara hvort ég kemst ekki í kynni við einhverja álitlega tengiliði á náttúruhamfararáðstefnunni í New Orleans í febrúar, það gæti nú verið gaman að taka hluta af náminu í USA .... Þegar ég fór að nefna þetta hér heima, þá sagði Sturla minn... Mamma hvað verður þú þá gömul þegar þú útskrifast

Herdís Sigurjónsdóttir, 15.1.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband