Strákarnir á vellinum og söngur í New Orleans

Ég hef ekkert heyrt í Ella í dag, enda klukkan bara 9 hjá mér og frúin nývöknuð og útsofin. Það verður nú hálf fúlt ef City rúllar ManUn upp, en ég veit að það eru City menn í hópnum og því verða einhverjir súper glaðir. Ég var að spjalla við pabba á Skypinu og sagði hann mér að hann hefði verið að sigla á Hafliða og selja afla í Grimsby. Þá hefði hann orðið var við að einhverjar fréttir höfðu mikil áhrif á heimamenn. Það var mikil sorg og sumir grátandi, svo hann spurði hvað hefði gerst. Þá var það ManUn slysið fyrir 50 árum. En pabbi fékk sjálfur góðar fréttir að heiman, nefnilega þær að frumburðurinn Kristín systir væri fædd.

Ég fór út með Jóhanni, Shirley og Ken, Skotanum sem vinnur með Jóhanni. Þetta var meiriháttar og byrjuðum við á því að hittast á frægum hringbar nágrenninu. Þegar ég labbaði þangað sá ég og heyrði í þessum flotta kvintett. Þegar við komum út þá voru þeir enn að syngja og við fórum og hlustuðum, en ég elska svona söng og voru þeir einu orði sagt frábærir. Þegar við vorum að fara ákváðum við Shirley að stilla okkur upp milli þeirra og láta Jóhann taka mynd af okkur. Þeir voru þá einmitt að syngja lag sem ég kunni, svo ég hætti vð að fara og kláraði bara lagið með þeim og skemmti mér hið besta.

Svo fórum við út að borða á flottum sjávarréttastað og keyptum við okkur uppskriftabók. því í henni átti að vera fræg uppskrift af brauðbúðingi, sem við fengum okkur. Svo kom í ljós að svo var ekki og munum við fá uppskriftina senda á e-mail. Við fengum kokkinn til að árita bækurnar og fengum við Shirley svo mynd af okkur með honum og svo var arkað út í nóttina. Við fórum á nokkra staði við Burbon street og enduðum svo á litlum stað þar sem sunginn var blús. Söngvarinn var svona frekar í þyngri kantinum og gat ekki gengið sökum þess og var keyrður út í hjólastól, en þvílíkur söngur. Þetta var frábær endir á stórskemmtilegu kvöldi í New Orleans.

 


mbl.is Manchester City sigraði 2:1 á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér var sko hugsað til Ella þíns í dag.  Annars keyrði ég í gegnum Mosó. Vona að þið hjónin komið heim í heilu lagi.  Eigðu góða viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gangi ykkur allt í haginn. Bið að heilsa Jóhanni og hans fólki....

Vilborg Traustadóttir, 11.2.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Ketilás

Velkomin í bloggvinahópinn okkar....þú hefur sýnt framúrskarandi áhuga á "balli aldarinnar" því gæti alveg komið til greina að hleypa þér inn.....erum með málið í nefnd...! ;-)

Ketilás, 12.2.2008 kl. 18:16

4 identicon

Hæ elskan, Gaman að skoða myndirnar hjá þér í gær af New orleans.

Ég er búin að redda mer fari norður og ég fer í kvöld :D

Takk enn og aftur fyrir i-podinn.. ég er að deyja ég er svo stoltur i-pod eigandi ;)

Sirrý (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband