Ritgerð um Helgafellsveg í Mosfellsbæ

Í gær á leiðinni heim náði ég að vinna í ritgerð alla leiðina, þökk sé inverternum hans Gumma. Ég er að skoða Helgafellsmálið ásamt Sigrúnu Maríu skólasystur minni sem jafnframt er blaðamaður. Við erum að skoða feril málsins og læt ég henni blaðamanninum eftir rannsókn á öllu sem huglægt. Ég er að skoða lagarammann, feril máls, auglýsingarnar, athugasemdirnar og svörin og hvernig framkvæmdin hefur breyst á skipulagstímanum. 

Það er annars merkilegt að eitt deiliskipulag hafi verið auglýst þrisvar sinnum og þess hafi verið krafist að gerð yrði breyting á aðalskipulagi líka. Það virðist í fljótu bragði vera fjölmargar ástæður fyrir þessu og verður gaman að vinna úr gögnunum og kryfja málið á annan hátt en gert hefur verið áður. Ég á hreint ekkert erfitt með að standa fyrir utan bæjarfulltrúann við þetta verkefni og horfa á hlutina með augum vísindamannsins. Trúlega hefur vinna mín við stjórnsýsluna og meistaraverkefnið sem gengur út á greiningarvinnu sitt að segja í því efni. En ef ég hefði haft áhyggjur af þessu í byrjun hefði ég farið í eitthvað annað nám en umhverfis og auðlindafræði þar sem ég þarf að vera hlutlaus.

En við erum langt komnar og mun ég svo sannarlega segja frá niðurstöðum okkar hér á blogginu þegar þær liggja fyrir. Kennarinn sá drögin okkar og nálgunina sagði að við ættum a.m.k. að kynna þetta fyrir Skipulagsstofnun og Mosfellsbæ og hver veit nema við gerum það í vor.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband