Matjurtanámskeið á Dalsá í Mosfellsdal

SHUVR0407

Jæja þá er komið vor, eða það hlýtur a.m.k. að vera fyrst ég er að fara á matjurtanámskeið, þrátt fyrir að hitastigið úti bendi nú ekki beint til þess. Ég hef ekki neinn tíma í sjálfu sér, en ákvað að splæsa á mig þessu námskeiði til að auðvelda próflestur og bæta geð Smile. Síðan er ég náttúrulega með mitt matjurtahorn í garðinum sem til stóð að nýta betur... og nú er sá tími kominn.

Skelltu þér með mér á námskeið!

 

  Matjurtanámskeið á Dalsá í Mosfellsdal

Námskeið í ræktun matjurta  í heimilisgörðum, á svölum og sólpöllum

3. og 19. apríl og 22. maí, samtals 8 klst.

Fim 3. apríl kl 19:30-22:00

Staðsetning og skipulag garðsins. Val á tegundum. Vaxtarrými. Ákjósanlegur vaxtarstaður fyrir hverja tegund.

Fræðsluerindi um tegundir og skipulag garðsins og umræður um heimilisgarðinn, stærð hans og tegundaval.

Lau  19. apríl kl 10:00-13:00

Sáning og priklun. Lærum að dreifsetja (prikla) sáðplöntum og sá.

Fræðsluerindi um sáningu og uppeldi ungplantna. Síðan sá þátttakendur og dreifsetja nokkrum tegundum til framhaldsræktunar heima hjá sér.

Fim 22. maí kl 19:30-22:00

Jarðvegurinn, safnhaugurinn, áburður, útplöntun, lífrænar varnir. Umönnun matjurtagarðsins yfir sumarið. Uppskera.

Fræðsluerindi um lífrænan áburð, lífrænar varnir o.fl varðandi umönnun matjurtagarðsins. Síðan verður farið út í garð og skeggrætt þar og gulrótum og vorlauk sáð.

 

Verð 12.000 kr . Óafturkræft staðfestingargjald 4.500 kr greiðist við skráningu og eftirstöðvar við upphaf námskeiðsins.

Upplýsingar og tilkynning þátttöku: hanna@smart.is

eða í síma 899 0378.

Leiðbeinandi Jóhanna B.Magnúsdóttir,

garðyrkjufræðingur

             

                    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Flott námskeið - ég kæmi sko örugglega ef ég kæmist !

LKS - hvunndagshetja, 31.3.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband