Heimaprófi að ljúka og samræmduprófin að nálgast

Jæja ég verð bara að segja að ég er nokkuð sátt eftir þessa miklu vinnutörn og ákvað að verðlauna mig með smá bloggi. Ég fann það áðan þegar liðið kom heima að ég hefði ekki náð að gera svona mikið með þau öll, en það var samt yndislegt að fá þau heim. Við stelpurnar nutum hverrar mínútu og fórum m.a. í göngutúr upp í besta bakarí í heimi Mosfellsbakarí og fengum okkur hressingu. Gengum svo heim, eftir gott spjall við marga nágranna og sáum flottu Esjumyndina sem Óli Haukur frændi Örnu gerði, en hún svona smellpassaði í eldhúsið. Svo fórum við heim og Ásdís fór að læra en ég hélt áfram úti í garði. En ég varð að komast aðeins í moldina og uppskar sorgarrendur, rispur og sár en rólegri sál.

Elli, Sturla og Kiddi fóru á skíði og sædís fór bæði í fjárhús og hesthús og naut þess að vera með ömmu Binnu hjá Lilju frænku á Hvammstanga. En svo fóru þau öll í ferminguna hans Arnórs Smára og var veisla í Reykjaskóla þar sem þau búa, í gamla matsalnum mínum.

Heimaprófið er að verða búið hjá mér. Ég á bara eftir hálfa spurningu og ef ég hætti þessum skrifum nú get ég örugglega klárað í kvöld, en svo er alltaf gott að áta sig dreyma lausnina, ég hef oft leikið það með góðum árangri. En helgin hefur verið mjög skemmtilegt og gaman að vera með frumburðinn ein heima. Við höfum dúllað okkur farið út að borða, farið í bíó og keypt ís. tekið myndir á skjánum og spjallað úr í eitt. Fullkomin mæðgna lærdómshelgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband