Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar

ellisturlablom

Búið er að setja upp sýningu leikskólabarna Mosfellsbæjar í Kjarna, en hafin er hin árlega Menningarvika leikskólanna. Sýningin stendur fram á  föstudaginn 2. maí og eiga öll börn listaverk sem verða til sýnis í Kjarnanum. Þetta er meiriháttar viðburður og mæta börnin í hópum í Kjarna, eftir árgöngum, skoða sýninguna og syngja fyrir gesti og gangandi. Sædís Erla átt listaverk á sýningunni undanfarin ár og er gaman að mæta og hlusta á krakkana syngja, þvílíkir gullmolar.

Í dag mæta árgangar 2004-2005-2006 og syngja klukkan 10.40. Á morgun mætir svo fröken Sædís Erla í Kjarna ásamt árgangi 2003 og syngur kl 10.40 og ætlar mamman að vera á staðnum, nema hvað! Sædísi Erlu fannst mest spennandi að Anna Sigga vinkona hennar sem er á Hlíð kæmi líka. En hún var alveg með það á tæru að þær gætu nú samt ekki farið með sömu rútu. Á föstudaginn 2. maí kemur svo útskriftaárgangurinn, árgangur 2002 og syngur við undirleik nemenda Listaskóla Mosfellsbæjar klukkan 14.00

Þetta er í fimmta sinn sem Menningarvikan er haldin og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. Sýningin og leikskólakórinn gefur góða innsýn í það frábæra, fjölbreytta og metnaðarfulla starf sem unnið er á öllum leikskólum Mosfellsbæjar. Það fer að líða að vorhátíð á Huldubergs og sveitaferðin skemmtilega á Grjóteyri um miðjan maí. 

Ég mátti til með að setja inn mynd af Sturlu, Ásdísi og Ella að gróðursetja sumarblóm á vorhátíð á leikskólanum Hlíð um árið, alveg yndisleg mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband