Nýjustu færslur
- Minningargrein um Rúnu vinkonu
- Meirihlutasamstarf VG og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ
- Akureyrarveikin, ME eða síþreyta
- Þegar ME (Síþreyta) var ímyndunarveiki
- Akureyrarveikin sem sló marga út um miðja síðustu öld
- Svínaflensusýkingin sem olli Akureyarveikinni eða ME/CFS (Mya...
- Lærdómsskýrsla um flóð á Vestfjörðum í febrúar 2015
- 2014 annáll Rituhöfðafjölskyldunnar á fjögur í Mosfellsbæ
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2021
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Almannavarnir svo sannarlega ekki að ástæðulausu
29.5.2008 | 22:54
Hér á landi elds og ísa er mikilvægt að hafa gott almannavarnakerfi sem bregst hratt og fumlaust líkt og mér hefur sýnst hafa verið í dag. Kerfi sem samanstendur að vel þjálfuðu fólki sem getur aðstoðað þolendur líkt og í dag. Ég viðurkenni alveg að ég átti pínulítið bágt milli kl. 4 og 6, en ég hef náttúrulega verið á vaktinni í nærri áratug svo það er ekki nema von að almannavarnahjartað hafi slegið örar of löngun til að aðstoða verið sterk. En svo rann æðið af mér og ég fór bara salla róleg á grænmetisnámskeiði mitt, alveg slök og hlakka til að fara með skólafélögunum í fyrramálið í þjóðgarðanámskeiðið og vera yfir helgina á Höfn.
Það hefur verið góð tilfinning að fylgjast með utan frá í dag eftir að hafa verið í miðri hringiðunni árum saman. Það er ljúft að sjá að neyðarvarnakerfið virkar og eru nú tugir ef ekki hundruðir starfsmanna og sjálfboðaliða að störfum við að aðstoða þolendur á Suðurlandi.
Ég gat nú samt ekki annað en hlegið þegar ég var stödd í miðju moldarbeðinu í Mosfellsdalnum að gróðursetja grænmeti þegar ég fékk sms ið úr E-9 "ég er hér hvar ert þú?" .....
Gangi ykkur vel í hjálparstarfinu kæru félagar.
Tjöld við grunnskóla á skjálftasvæðunum í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- morgunbladid
- erlendurorn
- stebbifr
- ktomm
- einarvill
- aslaugfridriks
- mojo
- marinomm
- kliddi
- gummimagg
- ekg
- nhelgason
- siggith
- jon
- mortenl
- astamoller
- kristjan9
- thoraasg
- johannesbaldur
- bryndisharalds
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- olofnordal
- armannkr
- ragnheidurrikhardsdottir
- sirryusa
- kristinhrefna
- thorbjorghelga
- sigurdurkari
- omarjonsson
- birgir
- vild
- harharaldsson
- doggpals
- esv
- erlaosk
- stefangisla
- bjarkey
- imba
- jahernamig
- ksig58
- reykjaskoli
- ketilas08
- arnibirgisson
- andrea
- gummibraga
- jensgud
- jonaa
- gurrihar
- chinagirl
- bylgjahaf
- grazyna
- helgatho
- bryndisfridgeirs
- ea
- kolbrunb
- she
- borgar
- gudni-is
- skytta
- duddi-bondi
- heimssyn
- ellyarmanns
- hannesgi
- joninaben
- eyjapeyji
- gudfinna
- grimurgisla
- maggaelin
- krummasnill
- dalkvist
- 8agust
- helgahaarde
- kristinmaria
- ringarinn
- thelmaasdisar
- malacai
- saxi
- jax
- arniarna
- dullur
- hlynur
- paul
- sigmarg
- andriheidar
- gutti
- birkire
- drum
- jonmagnusson
- bingi
- golli
- photo
- olavia
- stefaniasig
- saethorhelgi
- gbo
- rungis
- hvala
- siggisig
- jonthorolafsson
- fjola
- godsamskipti
- hjaltisig
- gudbjorng
- icejedi
- neytendatalsmadur
- stjornun
- audbergur
- iceland
- villidenni
- vakafls
- handtoskuserian
- hrafnaspark
- sjalfstaedi
- konur
- alheimurinn
- vefritid
- urkir
- kosningar
- brandarar
- gattin
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
heldur þú ekki að aðrir geti reddað þessu góða ferð á Höfn
Guðrún Indriðadóttir, 29.5.2008 kl. 23:03
he he Rúna, hvað hefur þú oft heyrt mig segja oft "kerfi má ekki byggja á einstaklingum" og "ef þið hafið annað hlutverk í almannavarnakerfinu getið þið ekki verið lykilaðilar hjá Rauða krossinum" ..... Ég hafði ekki nokkrar áhyggjur af því að þetta gengi ekki vel .
Herdís Sigurjónsdóttir, 30.5.2008 kl. 07:29
Ég sé að Rauða kross hjartað fer á fleygiferð hjá fleirum en mér :) Hef setið fyrir framan tölvuna og fylgst vel með. Held að ég sé meira upplýst en fólkið mitt á Selfossi ! Frétti af þér í moldarbeðinu í gærkvöldi því ég var líka í beinu sambandi við E-9. Segðu svo að við séum ekki inní hlutunum :) Góða ferð á Höfn og skemmtu þér vel.
Anna danska (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 08:19
Þú þarna "Stríðs-Dís " og "hálf-sysir" ég bara saknaði þín brjálæðislega í gær og auðvitað varð ég að láta vita af mér að hér væri allt í orden þar sem ég ( hinn helmingurinn af þér ) var hér og þú þar. gott þú náðir að róa ( eða drepa niður ) " ég er ómissandi " frumuna.
Gulla (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 09:56
Mikið þykir mér alltaf vænt um ykkur allar sem hér hafa kvittað á undan mér
Ég fékk líka svona sms en ég bara beið róleg heima......og beið...datt í hug að hringja og spyrja......á ég að koma? Ennnnnnnnnnn, nei ég gerði það ekki, mín alltaf að læra að það eru fleiri til en ég. Svo kom kallið og þá hljóp mín að sjalfsögðu af stað, nema hvað?
Já, við eigum frábært kerfi, þegar við notum það og þegar við notum það rétt.
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 14:27
Oh mikið eruð þið yndislegar allar saman. En eftir helgina fer ég að vinna í jarðskjálftamálunum, í tengslum við nýja lífið mitt og er það meiriháttar .
Námskeiði er líka meiriháttar og erum við í miklum jöklaferðum alla daga .
Herdís Sigurjónsdóttir, 1.6.2008 kl. 07:44
Hæ skvís.Allir sem komið hafa að málum hér hafa staðið sig frábærlega. Við vorum á góðum fundi hérna í dag, nauðsynlegt og mikil hjálp að fá. Knús frá okkur.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 19:35
Hugsaði til þín þegar við vorum á kafi í skipulagningunni.
Marinó Már Marinósson, 1.6.2008 kl. 23:08
Ég sá þetta greinilega í bollanum þínum á UZbója. Tveir snarpir jarðskjálftar. Sem sagt einn eftir!!! Er að fara til Hveragerðis á morgun með mömmu dauðhrædda með mér.....að kaupa blóm og matjurtir...
Vilborg Traustadóttir, 2.6.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.