Ætli ísbjörninn lendi í dýragarði?

isbjorn_470311

Þetta er mjög sérstakt mál. Danskur sérfræðingur úr dýragarði í Kaupmannahöfn á leið til landsins til að svæfa bangsa til að hægt sé að fanga hann og flytja heim, hvar sem það nú er. Mikið hefur verið rætt um af hverju ekki áætlun vegna svona mála. Áætlunin hefur verið frá því að ég man eftir mér á þá leið að ef ísbjörn hefur farið á land þá er hann drepinn. Hvernig eru áætlanir annarra landa? Eru þær fólgnar í björgunaraðgerðum?

Ef ég man rétt þá var maður drepinn af ísbirni á Svalbarða á síðasta ári og ekki í fyrsta sinn, en þar fara þeir með byssur um allt ef fólk ætlar að ganga um svæðið og eru það ekki deyfibyssur. Fólki stafar nefnilega raunveruleg hætta af dýrunum, þrátt fyrir að þeir líti voða sakleysislega út í sjónvarpi og á mynd vappandi um í varpinu.

En Operation ísbjörn er víst í  boði Björgólfsfeðga og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þetta fer. Það skyldi þó aldrei fara svo að hann lendi í dýragarði í Kaupmannahöfn á sjálfan þjóðhátíðardaginn. En það kemur í ljós, ég vona bara að enginn slasist við atlöguna að ísbirninum, eitt er víst að þeir sem ekki virða flugbannið eru ekki að hjálpa til.


mbl.is Flugbann ekki virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En íbirnir eru friðaðir. Fólk er ekki friðað!!! Að vísu er æðarfugl líka friðaður... Hinsvegar sammála þér í þessu.

Vilborg Traustadóttir, 17.6.2008 kl. 10:46

vilborg (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Birna M

Efnið í gildrurnar er til hjá Vegagerðinni, það er nú ekki flóknara að búa til svona gildrur, ég hef séð þetta notað í fræðsluþáttum erlendis, þetta er bara risatórt rör, klambrað á það dekkjum og grindur fyrir. En fari hann í dýragarð, þá eru dýragarðar orðnir það þróaðir, nú er allt kapp lagt í að hafa básana sem líkasta heimkynnunum og hitastigið rétt og fóðrið líka, svo væri það svo slæmt. Ef Inúíti fer til veiða á Grænlandi er hann skyldur að hafa með sér riffil, því mæti hann birni er það annaðhvort hann eða bangsi, svo ef bangsi álpast aftur inn á land það gæti hann verið skotinn samt.

Birna M, 17.6.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Birna M

En hvar náðir þú í bangsamyndina, hún er tekin ansi stutt frá - úr lofti?

Birna M, 17.6.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Þú þarft nú ekki að velta þessu meira fyrir þér ,hann var skotinn við Imma vorum að ganga á Vestfjörðum núna um helgina og heyrðum fréttir af ísbirninumekki hefði ég vilja mæta honum þó ég hefði byssu enda kann ég ekki að skjóta

Guðrún Indriðadóttir, 17.6.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Birna nú er nafna þín dauð og var særð fyrir eftir því sem fram kemur í fréttum og hefði ekki lifað af. En myndin var fengin að láni frá fréttinni á mbl og Rúna mín ég sé fram á að ég verði að taka haglarann minn með í útileguna á Strandinarnar .... maður veit aldrei og ekki einu sinni símasamband um allt og ekki hægt að hringja í 112 .

Herdís Sigurjónsdóttir, 18.6.2008 kl. 07:21

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kæra Herdís, þaka þér fyrir ágætt innlegg í birnumálið.Satt best að segja finnst mér þetta mál lykta eins og gamall danskur kæstur ostur ?

Hins vegar er það ekki alslæmt að lenda í Kjöbenhavs Dyrehave úti í Valby, sem er

við enda Vesturbrúar. Þarna skemmta Danir sér best og ísbirnir eru sérlega kúl í augum Dana, því að þeir gera svo oft dodo og það var góð hugmynd að fara með

elskurnar í blessaðan dýragarðinn og horfa á ísbirnina í fjörugum ástaleikjum.

Einn látinn vinur minn frá Hafnarárunum kallaði svona tal (skrif) klám undir vísindalegu yfirskini ! Honum þótti gaman að tala þannig sjálfur, blessuð sé minn-ing hans, en ég er ekki viss um, að Lykla-Pétri sé skemmt ?

Með keðjum frá LYCKEBY, Blekinge Amt, Skáni, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 18.6.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband