51 dagur í Reykjaskólahitting 1980-1982

Ég er búin að vera nokkuð upptekin af því undanfarið að leita uppi gamlar myndir, minningarbrot og googla afrek gamalla skólafélaga úr Reykjaskóla. Ástæðan er einföld, ég fékk beiðni um að gerast sérlegur heimasíðuumsjónarmaður Reykjaskólamótsins sem haldið verður í byrjun ágúst. Þetta er búið að vera mikið fjör og hef ég náð sambandi við marga og er bara rétt að hitna. Ég er t.d. að fá Reykjaskólagullið hennar Höbbu sem nú býr í Stykkishólmi sent í dag, í lögreglufylgd meira að segja. Það verður ekkert smá gaman að fletta í gegnum myndirnar og vona ég að ég nái að hitta Höbbu sjálfa á sunnudaginn.

Það eru 51 dagur í fjörið og hlakka ég ekkert lítið til að hitta gömlu félagana. Margir eru kennarar, sem kom mér pínulítið á óvart... en þetta er jú fjölmenn stétt og allt í góðu með það. Framkvæmdastjórar, ferlafræðingar, mannfræðingar, sagnfræðingar, bókarar, skrifstofurstjórar, sveitarstjórar, verkfræðingar, smiðir, atvinnurekendur, listamenn, ég hef fundið einn lækni, einn þekktan íþróttaálf sem rekur stórt útrásarfyrirtæki, einn prest og fullt af pólitíkusum W00t.... mér til mikillar ánægju og sé ég fram á að hægt verði að fara að halda sérstaka Reykjaskólafundi á landsfundum Sjálfstæðisflokksins hér eftir.

En sjáið bara hvað ég hef lítið breyst á þeim 27 árum sem liðin eru frá því að þessi mynd var tekin  Wink..... aftasta röð lengst til hægri. Við Lóló bekkjarsystir mín gátum aldrei verið alvarlegar og getum ekki enn og verður gaman að hitta hana í sumar... en hún býr í Noregi en ætlar að koma heim og hitta okkur í Reykjaskóla.

1_B_81-82

Efsta röð: Kata, Helga, Lilja, Anna, Lóló, Herdís.
Miðröð: Þorgrímur, Jói Arnars, Ingi, Bjarki
Neðsta röð: Sigga Snæ, Daddý Leifs, Guðlaug Bjarna, Gunnhildur, Ruth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að standa í þessu Herdís mín þú ert að vinna alveg ómetanlega vinnu. Það er alveg satt þú hefur lítið breyst  

Imba (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Heil og sæl Herdís, takk fyrir hlý orð   þú ert nú  búin að vera rosalega dugleg ( eins og í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur)   vonandi að gullið mitt hafi skilað sér til þín  .  Hilsen úr hólminum. Kv. Habba

Hrefna Gissurardóttir , 19.6.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nú fer ég að fara í gegnum myndaalbúmin hlýt að eiga eitthvað af myndum frá þessum tíma, ég fékk reyndar sjokk þegar ég fékk bréfið um hittinginn, 28 ÁR!!!! Hvert fór þessi tími?? Ég er alltaf jafn undrandi yfir því hvað maður er orðin gamall, veistu hvort kennarar verða með á mótinu?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Sælar stelpur þetta verður bara gaman .

Ég veit ekki um aðra kennara en Jónínu Ben, en hún hefur áhuga á að hitta okkur og er ég að fara að hitta hana fljótlega til og fá myndir.

Hó hó hó Habba mín ég ætlaði aldrei að komast af bílaplaninu í Blöndubakkanum.... eftir að ég fékk gullið í hendur. Algjörlega meiriháttar myndir og hlakka ég til að sýna þær á síðunni okkar.

Ég fékk tvö önnur albúm í hendur í dag frá Daddý og er ég búin að fletta og fletta og fletta og fletta .... og svo fékk ég líka minningarbækur frá Daddý og eeeeeeeeeelska það að lesa .. er að hugsa um að vera með getraun... "hver skrifaði þetta'" .

Já 28 ár... alveg ótrúlegt og eins og ég sagði og við höfum ekki einu sinni breyst.. ég held ég sé með sömu klippingu nú og þá.. eða næstum því.

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það fyndna er að ég og Sveinn, Hugrún og Guðmundur kynntumst eftir að ég fullorðnaðist og umgengumst um tíma en eftir að ég flutti norður þá slitnaði sambandið eins og gengur og gerist....það væri gaman ef þau kæmu á Reykjaskóla...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.6.2008 kl. 22:15

6 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Hó hó hó Herdís gott mál. En fannst þér ekki eins og þú værir að opna gamla skruddu frá miðöldum þar sem ég batt þessa bláu fallegu möppu með gömlum stráum  vonandi að þú hafir tekið eftir gulu miðunum kveðja Habba. p.s vil taka það fram að margt af þessum myndum eru teknar af Arnari. 

Hrefna Gissurardóttir , 20.6.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband