Flókaskór, sherry, vindill og ellóskiptiprógramm

Við Ása vinkona mín höfum oft grínast með það að þegar við förum saman á elló ætlum við að ganga um í flókaskóm, drekka sherry og byrja að reykja dömuvindla. Ekki veit ég hvort þetta rætist, en það verður klárlega gaman hjá okkur hvernig sem þetta verður.

Ég tel þó nokkuð ljóst að ekki verður sama stemming á öldrunarheimilum og þar sem ég vann einu sinni. Þar var til að mynda hræringur í matinn oft í viku, sem ungdómurinn veit ekki einu sinni hvað er og þar var súrt slátur ekki bara borðað á þorranum. En þar smakkaði ég fyrst sherry. 

Kannski verður komið ellóskiptiprógramm. Þá gæti maður skipt við einhvern ellismell í öðru landi og leyft honum að vera á elló-Mos og sjálfur skellt sér til Spánar eða Ástralíu og notið lífsins í nokkrar vikur líkt og þekkist í dag með húsaskipti. Ég mun sko klárlega borða sushi og líka mikið af grænmeti og dansa salsa og  varðandi vaxið þá treysti ég því að vísindamenn verði komnir með lausnina að háreyðingu og þá meina ég varanlegri háreyðingu.

 


mbl.is Húðflúr, sushi og bikinivax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pant vera með ykkur Ásu á elló og góð hugmynd þetta með ellóskiptin 

Við mamma vorum einmitt að ræða um "gömul" orð á föstudaginn var og hún spurði Gunnsa minn hvort hann viss t.d. hvað dilkakjöt, vellingur, flóki og fleira væri.....................

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já! Ég hel ég myndi lenda í "vondum máum" ef ég færi að sturta í mig sherry á elliheimilinu! Ég kæmist ekki upp á borð til að dansa! Ekki frekar þá en í dag!

Athyglisverðar pælingar hjá þér samt mín kæra "systir". Skiptiprógrammið æði.

Vilborg Traustadóttir, 23.6.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, ég vona að ég fái bara að vera heima sem lengst með rauðvín.  Hafðu það sem best kæra hálfnafna og vonandi hittumst við fljótlega, núna er ég með góðan gest frá Sviss en hún fer á laugardag, ég er svo að koma heilsunni í lag með því að blogga og lúra á milli. Knús í Mosó.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 13:31

4 identicon

Herdís, erum við ekki jafngömul????? ertu farin að velta þessu fyrir þér..... þú lítur allavega ekki út fyrir að vera komin á þann aldur að fara að spekúlera í þessu.  Annars þekki ég yngri konur en þú, þær ætla saman á elliheimili, drekka þar rauðvín og leggja hina í einelti sem ekki vilja drekka með þeim, bara svona til að lífga upp á tilveruna þar.   Kveðja úr Hafnarfirði. GF

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband