Konur kvænast í kirkju- til hamingju stelpur
2.7.2008 | 11:15
Hjartanlega til hamingju Katrín Þóra og Erla Björk.
Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að samkynhneigð pör eigi að fá að gifta sig í kirkju og njóta sömu réttinda og við sem erum gagnkynhneigð. Það voru m.a. miklar umræður um málið á landsfundi okkar sjálfstæðimanna og sérstaklega um lagalegu hliðina og kom m.a. tillaga um að fella út úr ályktuninni rétt forstöðumanna trúfélaga til að gifta í kirkju, en það var sem betur fer fellt.
Ég sá í viðtali við þær stöllur Katrínu og Erlu að þær eru farnar að huga að barneignum og samgleðst ég þeim ynnilega.
Ég sá einu sinni viðtal við ungar konur í þættinum "Fyrstu skrefin" á Skjá einum. Konur sem áttu þá eina dóttur saman, en biðu fæðingar barns númer tvö. Þetta var frábær þáttur og var gaman að sjá hvað litla skottið hafði greinilega fyllt líf þeirra og var mikil tilhlökkun eftir nýja barninu. Já nákvæmlega, eðlilega rétt eins og hjá okkur gagnkynhneigðu hjónunum! Í mínum huga er það sjálfsagt mál að samkynhneigðir eignist börn og ættleiði og hef ég aldrei náð því þegar fólk er að segja "Guð en hræðilegt og hvað með aumingja barnið og þá fordómana og stríðnina sem það mun mæta". Já, hvað með barnið? Þvílík forræðisskyggja, ég segi nú ekki meira. Í mínum huga þá skiptir mestu máli að ala önn fyrir barninu, elska það og virða og styrkja sjálfsmynd þess þannig að það verði sterkur og hamingjusamur einstaklingur. Fordómar búa með okkur sjálfum og ef við lítum á skilgreiningar orðabókar Menningarsjóðs og Íslenskrar samheitaorðabókar um orðið fordóm þá kemur eftirfarandi fram:
Fordómur merkir það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. ......orðið sleggjudómur merkir órökstuddur dómur og að hleypidómalaus maður sé frjálshuga, frjálslyndur, kreddulaus og umburðarlyndur.
Ég er líklega bara svona heppin að hafa hlotið uppeldi þar sem mér var tamið að bera virðingu fyrir fólki og skoðunum annarra og þeirri staðreynd að ekkert okkar er eins og skiptir ekki máli af hvaða kyni, kynhneigð, stjórnmálaskoðun, trúarskoðun eða kynþætti við erum.
En aftur að ættleiðingunum. Stjórnvöld á Íslandi hafi breytt lögum þannig að samkynhneigðir geti nú ættleitt börn, þá hefur enn ekki fundist það land sem leyfir ættleiðingar samkynhneigðra á börnum frá því landi. Það er nefnilega þannig að flest lönd hafa ekki gengið eins langt í þessum réttlætismálum og við Íslendingar. Ég er sannarlega stolt af þeim áföngum sem náðst hafa í þessum efnum, sem eru í anda þeirra markmiða sem sett voru fram í ályktun um jafnréttismál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005.
Landsfundur 2005: Ályktun um jafnréttismál
Ábyrgð á jafnrétti borgara landsins hvílir á öllum Íslendingum en þó er mikilvægt að hið opinbera sýni gott fordæmi í jafnréttismálum. Eitt mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins er að tryggja jöfn tækifæri og jafnan rétt borgaranna.
Sjálfstæðisflokkurinn hafnar allri mismunun gagnvart einstaklingum af hvaða kyni, trú, kynhneigð eða þjóðfélagshópi sem þeir eru og leggur sig fram við að tryggja að allir hafi sömu tækifæri í þjóðfélaginu.
Það eru hagsmunir samfélagsins að einstaklingar sæti ekki mismunun á grundvelli þjóðernisuppruna síns, kyns, kynhneigðar, trúarbragða eða litarháttar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um rétt samkynhneigðra og leitast við að tryggja að réttindi þeirra séu jöfn réttindum annarra.
Fyrsta samkynhneigða parið giftist í kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Facebook
Athugasemdir
Bara ein athugasemd, með tillit til orðavals.
Konur geta varla kvænst (ganga að eiga konu), önnur kannki en ekki báðar eða hvað.
Málið okkar nær ekki utanum þetta.
Þær geta gifst, gefist hver annarri, annasr til hamingju
MiðbæjarÍhaldið Íhald með stórum staf.
Bjarni Kjartansson, 2.7.2008 kl. 11:19
Nákvæmlega Bjarni, skarpur ..... þetta var einmitt til umhugsunar.
Talað er um að karlmenn kvænist (þ.e. ef um er að ræða konu) en konur giftast karlmönnum. En af hverju ættu þá tvær konur ekki að geta kvænst?
Herdís Sigurjónsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:25
Þarna fórnar ríkiskirkjan meiri hagsmunum fyrir minni, laun presta VS guð.
Auðvitað vil ég að samkynhneigðir fái að gifta sig EN ég tel að þetta mál hefði ekki verið svona heitt ef prestar væru ekki embættismenn ríkisins.
Ef maður miðar við biblíu þá átti ríkiskirkjan að segja sig af ríkisspenanum og halda sig við biblíu.
Það gleður mig ólýsanlega að sjá að prestarnir eru ekkert trúaðir per se... það gleður mig að hið sanna með guð komi í ljós; Guð er peningur.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:28
Nú er ég búin að fá tölvuna mína og er ánægð með það. Það var krúttlegt að sjá stelpurnar í fréttunum áðan. Kær kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.