Rólegheit um verslunarmannahelgina

Við erum heima um verslunarmannahelgina, Elli á hækjum og það allt Wink. Ég er sjálf líka frekar lúin, en ég kláraði í gær kafla í bók sem rannsóknahópurinn sem ég er búin að vera að vinna með hefur verið að vinna að í um tvö og hálft ár. Kaflinn er um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga varðandi verkefni sem þarf að vinna á neyðartímum og við endurreisn sveitarfélaga eftir náttúruhamfarir. Ég er búin að greina lög og reglugerðir, sjóði og hlutverk hvers og eins. Þessi kafli fer í meistararitgerðina mína sem er um hlutverk sveitarfélaga í almannavarnakerfinu.

Í gær fórum við fjölskyldan út að borða. okkur leið  eins og Palla sem var einn í heiminum, það var bara nánast enginn á ferli. En þegar við komum á American style hittum við Kidda, Gullu og Ástrós sem voru að koma úr golfi og því varð þetta að yndislegri fjölskyldumáltíð. Við komum svo við hjá Írisi og Gumma á heimleiðinni og héldum upp á innsetningu ÓLG í forsetaembættið í fjórða og síðasta sinn.

Í dag er bíódagurinn mikli. Fyrst fórum við Sædís Erla og Sturla Sær í Kringlubíóið og sáum Kon Fu Panda og skemmtum okkur hið besta. Sturla fór svo með næsta holli... Ásdísi Magneu og Ella og hækjunum í VIP salinn í Álfabakka til að sjá Batman ......  en Elli getur náttúrulega ekki setið eins og flestir og því græddu krakkarnir Lazyboy bíó. við Sædís Erla eru bara búnar að sofa á meðan, hún er enn sofandi með Skvísý. Hver veit nema við skellum okkur að Hlöðum í kvöld eftir kvöldmatinn, en tengdó, Siggi og Inga Rósa og krakkarnir eru í útilegu og verður rosalegt fjölskylduball í kvöld... en það kemur bara í ljós, kannski verður bara kósý kvöld hjá okkur í Rituhöfðanum Happy.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður fjölskyldudagur hjá ykkur í Rituhöfðanum, vona að Ella þínum líði þokkalega, góð hugmynd með lazy boy bíó þegar ekki er hægt að sitja, annars kemst ég ekkert í bæinn næstu vikurnar svo ég sleppi bara öllum bíóferðum. Keyptuð þið þennan fallega hund?? mig langar svo í púðlu litla, vantar fleiri dýr til að elska.  Hafðu það gott kæra vina og njóttu helgarinnar með fjölskyldu og vinum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Hæ Herdís takk fyrir innlitið. Mátti til að skrifa þér og spyrja hvort að þú hafir ekki fengið þér ís í bíóferðinni kv. Habba

Hrefna Gissurardóttir , 3.8.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 WooHoo Flott nýja útlitið þitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband