Sparifatasöfnun Rauða krossins í dag laugardaginn 22.nóvember

Í dag laugardaginn 22. nóvember leitar Rauði krossinn eftir aðstoð almennings til að gefa vel með farinn sparifatnað fyrir börn og fullorðna í sérstakri sparifatasöfnun. Með því að gefa í söfnun Rauða krossins er hægt að veita fjölskyldum og einstaklingum tækifæri til að eignast spariföt fyrir jólin í fataúthlutun félagsins eða fá þau á hagstæðu verði í verslunum Rauða krossins.

Fyrir rúmum mánuði var þriðja Rauða kross búðin opnuð að Laugavegi 116 rétt hjá Hlemmi. En þar fer nú einnig fram fataúthlutun á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudögum milli kl. 10 og 14 og er gengið inn af bílastæði Grettisgötumegin. Auk nýju búðarinnar eru Rauða kross búðir á Laugavegi 6 og Strandgötu 24 í Hafnarfirði. Allur hagnaður af sölu fatnaðarins rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins. 

Tekið verður á móti sparifatnaðinum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu hjá Rauða kross deildinni þinni og síðan líka í verslun Rauða krossins á Laugavegi116. 

Ég hvet alla til að fara í skápinn sinn og kanna hvor ekki er eitthvað þar sem nýst gæti öðrum.

sparifata


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fínt að skreppa niður í miðbæ kl. 15:00 :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband