Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Til vinkonu minnar Herdísar.
Ég var því miður of seinn í athugasemdirnar, kæra Herdís, en þær voru skemmtilegar og hver annarri betri ! Ég er ekki eins lengi og oft áður í húsinu mínu á Siglufirði, enda hefur kona mín meira eftirlit með mér, eftir að ég keypti bíl, sem ég ók útaf veginum á leið til Reykjavíkur.Bíllin, sem er Citroén Picaasso (7 manna) fékk síðan nafnið "Flugrútan" hjá ýmsum vinum mínum nyrðra ! Já fagurt er á (Í) Siglufirði og ekki síst mannlífið þar. Kveðja, KPG
Kristján P. Gudmundsson, mán. 22. okt. 2012
Tvöföldun Vesturlandsvegar !
Þetta á að vera forgangsmál- ekki spurning, og Spölur ehf. á að fá leyfi til undirbúnings Gangna # 2 undir Hvalfjörð. Kv., KPG.
Kristján P. Gudmundsson, lau. 25. júlí 2009
Til hamingju með mömmu
Hæ Frænka til hamingju með mömmu þína , talaði við hana í gær þá sagðist hún vera hjá þér, ekki að spyrja að því kominn suður og láta dekra við sig rétt hjá kellu að láta dekra við sig á afmælisdaginn kveðja Ásdís frænka
Ásdís Pálsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. mars 2009
:-)
Ég átti leið hér um og fór að skoða. Flott síða hjá þér. Kv.Laufey Theodóra Ragnarsdóttir. laufey61.blogcentral.is
Laufey Theodóra Ragnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 28. feb. 2009
Kallinn er flottur
Hæ Herdís, Til hamingju með pabba þinn - hann er virkilega flottur kall. Skilaðu kveðju til hans og mömmu þinnar frá okkur þegar þú heryir í þeim. Kv. Challi og Vildís
Charles Magnusson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 9. sept. 2008
Sakna ykkar :(
Hææ .. long time no see :( ég sakna ykkar gífurlega.. -það er búið að vera kreisý að gera, en það fer nú að róast núna þegar skólinn byrjar.. annars erum við svenni flutt í íbúðina okkar og búin að koma okkur vel fyrir.. þið verðið að kíkja í heimsókn ;) Miss ya :*
Sirrý (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. ágú. 2008
Loksins
Var þetta tilviljun eða! Auðvitað var þetta planað af örlögunum, fann það út stuttu eftir hinn óvænta hitting. Þegar frændi er farinn að rugla saman nöfnum og kalla Sædísi Bergdísi þá er ljóst að hin óvænta skipulagning hefði ekki getað verið betri. Ástarkveðjur til allra Kristján Þór Sveinsson og fjölsk.
Kristján Þór Sveinsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 2. ágú. 2008
Góð ráð ?
Kæra Herdís. Mitt vandamál í blogginu er helst þetta: að nota PÚKA og svo líka, hvernig fæ ég tilfinningatáknin inn almennt ? Á ég að kaupa Púka ? Bless í bili, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, sun. 13. júlí 2008
reykjaskóli....
Hæ Herdís var að átta mig á því að ég á eftir að skrá mig á Reykjaskólamótið..finn hins vegar ekki blaðið sem ég fékk og veit ekki hver tekur við skráningu...geturðu hjálpað.. kveðja Hrafnhildur ýr vilbert
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, mið. 2. júlí 2008
Hello:-)
Langaði að kasta á þig kveðju,Herdís bloggvinur:-)
Hrefna Gissurardóttir , fös. 20. júní 2008
gúd morning :-)
Hello Herdís. Ég á alveg fullt ljósmyndum af Reykjaskóla-tímabili mínu.Í flottasta albúmi sem til er :-) Eeennnn engan skanna? ég er nefnilega alveg rosalega ótæknileg í tæknimálunum ? hvað gera bændur þá? kv.Habba
Hrefna Gissurardóttir , lau. 7. júní 2008
Hæ ágæta Herdís.
Hæ Herskvís. Sjaldan á netflakki. Kíki samt öðru hvoru til þín. Hafðu það sem allra best. Njörður H.
njordurh (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 10. feb. 2008
Steinunn Júlía Steinarsdóttir
Hæ hæ gaman að kíkja á síðuna þína. Til hamingju með systir þína í gær. kveðja Steinunn Júlía í Norðtungu Þverárhlíð í Borgarfirði.
Steinunn Júlía Steinarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 8. feb. 2008
Siðfræði náttúrunnar
Sæl Herdís Hermann Einarsson sveitungi frá Sigló sá á netinu að þú varst að tala um siðfræði náttúrunnar þannig er mál með vexti að ég var að hefja BA nám á Hólum í ferðamálafræði og er ma umhverfisfræði eitt af fögunum. Gaman væri að heyra frá þér varðandi siðfræðina ofl bið kærlega að heilsa bóndanum með kveðju Hemmi Einars hemmieinars@internet.is
Hermann Einarsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 22. okt. 2007
Kvedja fra Holstebro
Rakst a blogginn thinn og mátti til med ad senda kvedju til ykkar. Kíki í kaffi næst thegar ég er á Íslandi :)
Oskar Thor Snæland (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 3. okt. 2007
Til vinkonu minnar í Mosó.
Ég þakka þér kærlega fyrir ábendinguna um villuleitina . Ég var reyndar búinn að sjá þetta, en ég þorði ekki að nota það, af því að ég nota Makka. Veistu, hvort unnt sé að nota það í Makka ? Nei, hvernig læt ég ! Auðvitað hringi ég Moggabloggið og spyr um þetta atriði þar. Ég er orðinn hálfruglaður. Við Kristín mín vorum í Svíþjóð hjá syni okkar Tómasi og börnunum hans þrem. Það var að vonum yndislegt, en þó voru blikur á lofti. Tómas og sambýliskona hans í rúm átta ár eru að slíta sambúð sinni og hún fær börnin auðvitað, en hann fær þó umgengnisrétt. Það er sitthvað gæfa og gjörvuleiki, þú skilur ? Ég veit, að þú ferð ekki með þetta lengra, svo að konan mín slái mig ekki af, en annars er það reyndar allt í lagi, því að ég hefi grun um að að svona lagað leki ávallt út. Nei, ekki á Siglufirði heldur á Lansanum, þar sem þau kynntust.....skápakelerí og allt það, þú veist. Jæja, hún Kristín mín getur vaknað á hverri stundu. Kveð þig að sinni. Þinn bloggvinure KPG.
Kristján P. Gudmundsson, mið. 13. júní 2007
Köben
Sæl Herdís Vonandi ringir ekki í Köben en nú er sumarið komið í Efstaleiti. kveðja Marinó
Marinó Már Marinósson, mið. 30. maí 2007
Gleðilegt sumar
Þakka þér fyrir hlýja kveðju og takk fyrir veturinn og það er gaman og dásamlegt að finna fyrir jafn hlýlegum vinskap. kær kveðja Jón
Jón Svavarsson, fim. 19. apr. 2007
Hver er ég (KPG) ?
Ég er 72 ára gamall apótekari, sem var úreltur um s.l. aldamót. Ég rak apótek á Austurlandi, Vesturlandi og í Reykjavík. Ég á dóttur, sem er apótekari á Siglufirði og þar höfum við hjónin lögheimili og munum því kjósa þar. Konan mín heitir Kristín I. Hallgrímsson, og hún er með blátt íhalds blóð í öllum æðum. Ég er hins vegar heldur frjálslyndari en styð þó núverandi ríkisstjórn eindregið, því að það yrði slys að hleypa óheftum vinstri öfgamönnum að. Ég starfa hjá dóttur minni á Siglufirði í hlutastarfi sem lyfjafræð-ingur. þetta er það helsta um mig að segja. Kveðja KPG.
Kristján P. Gudmundsson, fim. 5. apr. 2007
Já, hvernig endar sagan ?
Kæra Herdís, ég þakka þér kærlega fyrir spurninguna.Það er skömm að hlaupa frá sögu án söguloka, ekki satt ? Jón Baldvin gerði mér grikk, er hann snéri heim úr R101 til Bryndísar sinnar í Mosó. Ég vildi, að karlinn hefði snúið til baka og tekið upp þráðinn með Ómari (og Möggu) sem hægri grænn, því að mínar heimildir sögðu, að Imba Solla og Össur vildu ekki sjá hann á lista Samfylkingarinnar, hvorki í suður né norður ( ekki einu sinni í heiðurssætin). Þannig er nú ástandið á þeim bæ. Það er fremur erfitt að gera karl úr Margréti og allra síst eins og Don Quijote. Hins vegar er kannske hægt, að umpóla söguna og smella Jóni Magnússyni og Guðjóni A. Kristjánssyni inn, því að þeir hafa vöxtinn með sér. Einnig væri unnt að fara frá HGrænum yfir til VGrænna með Steingrím í aðalhlutverki og einhvern pattaralegan gammelkomma í hlutverki Sancho Panza.. Þetta eru allt vangaveltur, jafnvel (að vísu langsótt) mætti skipta út sögunni og hafa söguna af "góða dátanum Sveik " til hliðsjónar. Ég verð að finna lausn á þessu. Þar sem þetta er bara tilraun til sögugerðar mætti hugsa sér, að Jón Baldvin hafi orðið leiður á að hanga í Schram bústaðnum í Mosó og hverfi aftur í R. 101 og í ljúfa lífið þar. Kannske skeður eitthvað á landsfundi SF, sem kemur hreyfingu á málin ? Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, fim. 5. apr. 2007
Takk takk
Hæ Herdís mín og takk fyrir komuna í dag og góðar kveðjur. Vonandi gengur allt vel hjá þér mín kæra. Sjáumst hress. Kalli Tomm p.s. bið að heilsa Ella.
Karl Tómasson, þri. 3. apr. 2007
Kveðja frá Gumma Fylkis í Sarajevo
Þessi kveðja er millifærð úr athugasemdum yfir í gestabók Sæl Herdís og takk fyrir kveðjuna. Afsakaðu að ég nota athugasemdir til að segja, finn ekkert í líkingu við gestabók. Annars er það svo að mín sýn á umhverfismálum breyttist svolítið eftir að ég fór að vinna hér í Bosníu. Hér er mikið verk óunnið í umhverfismálum og ég gleðst yfir því að við, Íslendingar, skulum geta lagt okkar af mörkum í umhverfismálum með að ,,hýsa" stóriðju heima, með þeim reglum sem við höfum um mengun, útblástur og slíkt. Á meðan eru þessar verksmiðjur ekki í öðrum löndum með engum eða lélegum reglum um slíkt, líkt og virðist vera hér. Á sama tíma og við sorterum pappír og slíkt og skilum í endurvinnslugáma, pössum upp á gosdrykkjaumbúðir og leyfum t.d. íþróttafélögum barna okkar að njóta endurgreiðslunar þá liggur slíkt hér út um allt, stálverksmiðjur og nágrenni sjást ekki fyrir reyk, gil til fjalla eru full af rusli og eldri bílar eru knúnir með ruslolíu frá Rússlandi. Jú, þeir eru reyndar með mikið af trjám og gróðri á móti allri þessari mengun en hér er t.d. í gangi vorhreingerning, bæði innan borgar og utan, og fer hún þannig fram að kveikt er í, svokallaðir sinueldar, og á kvöldin má sjá fjallshlíðar skíðloga. Herdís, farðu vel með þig, njóttu myndanna á síðunni minni og sjáumst á næsta ári vonandi. G.Fylkis. Sarajevo Óskráður (Guðm. Fylkis), 22.3.2007 kl. 09:10 http://www.blog.central.is/gfylkis
Millifærsla (Óskráður), fös. 23. mars 2007
Gestabók
Ég var að átta mig á eftir að hafa fengð vísbendingu frá Gumma Fylkis í Bosníu að ég var ekki með gestabók.. nú er hún komin inn og vonandi fæ ég nú einhverja gesti.....
Herdís Sigurjónsdóttir, fös. 23. mars 2007