Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Svínaflensan lögð af stað í leiðangur
28.4.2009 | 08:27
Svínainflúensan virðist vera lögð í hann um heiminn. Góðu fréttirnar eru þær að til eru lyf sem virka á svínaflensuna, ólíkt fuglaflensunni sem óttast var að breiddist út og búið er að fylgjast með á liðnum árum.
Það eru mörg lönd sem hafa viðbúnað og viðbragðsáætlanir til að bregðast við farandi og er Ísland eitt þeirra. Ég tók þátt í mótun þeirrar áætlunar þegar ég vann hjá Rauða krossinum og fylgir því mikið öryggi fólgið í því að vita af því að aðilar eru búnir að móta samhæfingu og samstarf ef til faraldurs kemur.
En þetta er þó viðráðanlegri stofn og er ég því bara nokkuð björt yfir ástandinu og óttast ekki að heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir ráði ekki við verkefnið ef til þess kemur.
Hér eru frekari upplýsingar um pestina http://www.influensa.is/pages/1433
Of seint að hindra útbreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44.369 akvæði og 16 þingmenn
26.4.2009 | 10:38
Nýjasti þingmaðurinn er Jón Gunnarsson úr Kraganum, en við síðustu tölur kom hann inn og munaði 32 atkvæðum á honum og 10 manni Framsóknar á landsvísu. Þetta var ekki ólík atburðarrás og þegar Ragnheiði Ríkharðsdóttir vinkona mín komst inn á síðustu tölunum 2007 og hélst spennan líka þá til síðustu talna.
Ég held að það sé óhætt að segja að Kosningabaráttan hafi verið svona "öðruvísi" og niðurstaðan einnig. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23,7% atkvæða og 16 þingmenn, tapaði 9 og sem er sögulegt lágmark í fylgi við flokkinn.
Það er búinn að vera stígandi í baráttunni og óhætt að segja að þegar farið var að ræða málefnaskrár og stefnumálin hafi gengið betur hjá okkur Sjálfstæðismönnum, en því miður vannst ekki mikill tími til þess.
Ég er búin að tala við fjölmarga í kosningabaráttunni og eins í prófkjörinu um daginn og voru margir góðir og gegnir flokksmenn sem ætluðu að sitja heima og flengja flokkinn sinn með því. En suma þeirra hitti ég samt í kosningakaffinu hjá okkur í gær. En vissulega voru margir sem skiluðu auðu, eða 6226 manns sem gerir 3,2% þeirra sem greiddu atkvæði og eru þar á meðal eflaust margir þeirra reiðir og sárir Sjálfstæðismenn, því miður. Eins voru margir sem átti erfitt vegna Evrópumálanna og voru sárir yfir landsfundarsamþykktinni og hafa aflaust margir þeirra kosið eitthvað annað, og enn segi ég því miður.
Þetta stutta kjörtímabil hefur einkennst af óróa og hefur mér orðið tíðrætt um það. Stór þingflokkur Samfylkingar og Sjálfstæðismanna gaf einstaka þingmönnum "aukið svigrúm" til orða og athafna, októberhrunið, formenn flokkanna veiktust, stríðsástand á götum og endaði þetta náttúrulega sögulega með því að Samfylkingin klauf sig frá Sjálfstæðisflokki og myndaði minnihlutastjórn vinstri manna með stuðningi Framsóknar. Það var svo merkilegt að sjá hvað gerðist þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við. Ég upplifði verkstjórn Jóhönnu sem svona millibilsreddingu, útskriftargjöf út kjörtímabilið, en það sem gerðist hins vegar var að hún styrkti stöðu sína innan flokksins og varð límið sem þurfti og flokkurinn efldist. Enda er Jóhanna eldri en tvævetra. En nú verður gaman að vita hvað gerist varðandi stjórnarmyndun. Ljóst er að VG hefur ekki jafn sterka stöðu og boðað var og Evrópumálin órædd.
En flokknum mínum Sjálfstæðisflokki bíður verkefni, að endurreisa innviði og byggja upp traust þjóðarinnar aftur. Mögrum urðu á mistök og ætla ég ekki að draga úr því, en margt gott var gert í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og verðum við að halda því til haga. Nýjum formanni bíða mörg krefjandi verkefni og er ég til í að taka þátt í endurreisnarstarfinu og held ég meira að segja að í mótlætinu hafi okkur tekist að virkja fleiri nýja í starfið og því óttast ég ekki framtíð flokksins, þvert á móti.
27 nýir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað gerist fyrir 17. júní 2009?
25.4.2009 | 09:12
Evrópumálin hafa ekki verið rædd hjá VG og Samfylkingunni, en samt fara flokkarnir rígbundnir til kosninga!
Þetta er merkilegt svo ekki verði meira sagt. Flokkarnir hafa tjáð sig opinskátt um málin og dylst engum að VG vill alls ekki Evrópuaðild og ekki kemur til greina að fara slíka leið án þess að þjóðin fái að gefa sitt álit á málinu, sem er sú leið sem sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti Ella mínum til mikillar armæðu. Samfylkingin hins vegar vill inn og að sækja um aðild strax og er bara ekki við viðræðu um annað, líkt og margoft hefur komið fram, enda er slík áhersla á ESB málið þar á bæ.
Er að nema von að flokkarnir hafi ekki rætt saman!
Ef ég yrði spurð um mitt álit og beðin um að spá í hvað þurfi til að VG og Samfylking starfi saman, eða vinstri flokkarnir eins og Jóhanna sagði fyrir þeirra beggja hönd í lokaorðum sínum í gær, spái ég því að flokkarnir fari Sjálfstæðisflokksleiðina.... þ.e.a.s. ef þeir ætla að starfa saman eftir kosningar og að ekki verði hafnar viðræður um aðild fyrir 17. júní 2009.
En eins og Samfylkingin talar virðist hún helst vilja sækja um aðild fyrir umræddan tíma, enda stendur allt planið og fellur með inngöngu í ESB.
Ekkert samkomulag um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins: Landið verði leyst úr fjötrum
21.4.2009 | 23:20
Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag viðamiklar tillögur sínar í efnahagsmálum. Tillögurnar hafa það að markmiði að leysa efnahagslífið - fyrirtæki og heimili - úr þeim efnahagslegu fjötrum sem fjármálakreppan hneppti það í síðastliðið haust.
Það er lífsnauðsyn að Ísland festist ekki í viðjum hafta og að sá sveigjanleiki sem efnahagslífið býr yfir verði ekki drepinn í dróma með afturhaldi og lyfleysum," segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins. Þar segir einnig að til að Ísland komist fyrr út úr fjármálakreppunni en önnur lönd þurfi að mynda það efnahagslega umhverfi sem geri heimilum og fyrirtækjum kleift að takast á við aðsteðjandi vanda. Það vilji Sjálfstæðisflokkurinn gera.
Jafnframt segir Sjálfstæðisflokkurinn nauðsynlegt að tekið verði á þeim vanda sem ríkisjóður glímir við vegna samdráttar í efnahagslífinu án þess að ráðstöfunartekjur heimilanna verði skertar með skattahækkunum.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður og dr. Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur og þingmannsefni flokksins, kynntu tillögurnar á fundi í Valhöll síðdegis í dag.
Efnahagstillögurnar eru í níu liðum:
Tuttugu þúsund ný störf á kjörtímabilinu. Umhverfi fyrir ný störf verði myndað og orkulindir landsins nýttar með fjölbreyttum, orkufrekum iðnaði. Þetta verði gert með skattalegum hvötum, skynsamlegri efnahagsstjórn og samvinnu við atvinnulífið.
- Staða heimilanna verði bætt. Eitt mikilvægast verkefni stjórnvalda er að varðveita greiðsluvilja heimilanna. Það verður aðeins gert með því að létt verði af heimilunum þeim erfiðleikum sem verðbólga, háir vextir og gengisfall sköpuðu. Greiðslubyrði verði lækkuð tímabundið um 50%. Stimpilgjöld verði afnumin og hugað að höfuðstólsleiðréttingu lána.
- Rekstrarumhverfi fyrirtækja verði lagað. Gera þarf stjórnendum fyrirtækja kleift að endurskipuleggja skuldir fyrirtækja. Það þarf að laða að erlenda fjárfesta, veita skattaafslætti til, nýsköpunar, rannsóknar- og þróunarstarfs og endurvekja hlutabréfaafslátt til almennings.
- Efling atvinnulífsins er eina ábyrga leiðin til að lágmarka lánsfjárþörf ríkisins. Það þarf að auka skatttekjur án þess að leggja auknar byrðar á heimilin og það verður gert með myndun nýrra starfa. Jafnframt þarf að hagræða í opinberum rekstri án þess að skerða þá þjónustu sem ríkið veitir í velferðar-, heilbrigðis og menntamálum - það er forgangsmál.
- Hækkun skatta er versta meðalið til að örva efnahagslífið. Það þarf að endurreisa skattstofna og halda aftur af skattahækkunum.
- Bjóða þarf langtímalán án verðtryggingar og draga þannig úr verðtryggingu án þess að samningsfrelsi sé skert. Minnkandi vægi verðtryggingar eykur jafnræði milli lántakenda og lánveitenda.
- Bæta þarf lánshæfi Íslands og það verður aðeins gert með trúverðugri efnahagsáætlun fyrir landið, jafnvægi á rekstri ríkissjóðs og stöðugum gjaldmiðli.
- Stærð fjármálakerfisins þarf að miðast við þarfir íslensk efnahagslífs. Það þarf að hagræða í fjármálakerfinu og undirbúa skráningu banka á markaði. Endurskoða þarf reglugerðarumhverfi fjármálamarkaðar og umgjörð peningamála.
- Aflétta þarf gjaldeyrishöftum þannig að hagkerfið nái jafnvægi. Halda þarf krónunni sem gjaldmiðli um sinn en kanna möguleika á upptöku evru í samvinnu við AGS og sátt við ESB.
Með því að fylgja þessum tillögum má ná Íslandi upp úr hjólförunum og vernda það velferðarsamfélag sem hér hefur verið byggt.
Brýnasta verkefni stjórnmálanna í dag er að koma í veg fyrir að íslenskur almenningur verði hnepptur aftur í höft eftirstríðsáranna eins og nú er stefnt að," segja sjálfstæðismenn.
Velferð fyrir alla ...ókeypis skólamáltíðir á kostnað hverra ?
20.4.2009 | 21:47
Handstýrt persónukjör
7.4.2009 | 09:24
Mikið óskaplega er ég sammála Staksteinum í mogganum í dag varðandi stjórnlagaþingið og val fulltrúa.
Hvaða rugl er þetta? Lýðnum er treyst til að kjósa sér fulltrúa, en svo verður að hagræða niðurstöðunni, handstýra henni bara svona "nett".
Meirihlutinnn segir: .... að tryggt verði að fulltrúar landsbyggðar og landshluta fái sæti, hvort sem það verður gert með ríkari reglum um kjör eða reglum um einhvers konar jöfnunarsæti....
.... svo verður að tryggja að reglur um kjörið verði með þeim hætti að tryggt verði eins og hægt er jafnt kynjahlutfall á þinginu.....
Meirihlutinn áréttar í áliti sínu um málið að þátt fyrir persónukjör verði viðhaft sé þó mikilvægi þess að á stjórnlagaþingi sitji fulltrúar þjóðarinnar.
Það yrði því væntanlega að tryggja:
-fulltrúar af höfuðborgarsvæðinu (en samt ekki of marga)
-fulltrúar af landsbyggðinni
-jöfn kynjahlutföll
-fulltrúar af erlendu bergi brotnu
-fulltrúar unga fólksins
-fulltrúar út atvinnulífinu
-fulltrúa eldri borgara
og ef ekki fer eitthvað að gerast til að koma atvinnulífinu í gang og fjölga atvinnutækifærum á borði, verður kláralega að tryggja að stór hluti þingfulltrúa verði úr hópi atvinnulausra.
Tökum upp gjaldfrjálsar og hollar skólamáltíðir í grunnskólum landsins með aðkomu ríkisins svo kreppan bitni síður á heilsu og daglegu umhverfi barna.