Risaánamaðkar á minni lóð

Mér þótti þetta pínulítið skondin frétt, ég verð nú bara að segja það. Sjáið ekki fyrir ykkur fyrirsögnina: Dæmdur fyrir að stela ánamöðkum Grin af hverju fékk maðurinn ekki bara leyfi til að leita að möðkunum.

Hér á minni lóð mæta mér feitir og pattaralegir ánamaðkar í öllum beðum. Ég var ekki búin að átta mig á því að maðkarnir mínir væru náttúruauðlind.

Hér er fróðleikur dagsins, beint af vísindavefnum.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals segir að orðið ánamaðkur/ánumaðkur sé afbökun á ámumaðkur.

Ámumaðkur er dregið af orðinu áma sem hér merkir það sama og ámusótt og á ekkert skylt með ámum sem öl er geymt í. Ámusótt er annað heiti yfir heimakomu sem er smitandi húðsjúkdómur. Ámusjúkir eru rjóðir í andliti, hafa sótthita og finna fyrir eymslum. Áður fyrr var sóttin algeng og leiddi oft til blóðeitrunar. Ámusótt er læknanleg með sýklalyfjum.

 Skýringin á því af hverju ámumaðkur dregur nafn sitt af ámusótt er sú að maðkurinn átti að lækna sóttina. Í heimild frá miðri 19. öld sem birtist í tímaritinu Blöndu árið 1918 er því lýst þegar "eg jagaði hana [þ.e. heimakomuna] úr mér með jötunuxum og ánamöðkum." Hér virðist sem ámusóttin hafi verið nudduð úr andliti hins sjúka með ánamöðkum og jötunuxum sem eru af bjölluætt.

Eftir því sem við vitum best á orðið ánamaðkur því ekkert skylt með dvergnum Ána sem nefndur er í Völuspá.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • British Livebearer Association

mbl.is Ánamaðkaþjófur á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta en hvenær kemurðu austu?? síminn minn er 8658698

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 18:08

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Karlinn fór í dag með strákinn sem er á Olísmótinu og er sá eldri á leiðinni heim. Ég verð allan morgundaginn og ætla að koma til þín. Hvaða tími hentar best??

Herdís Sigurjónsdóttir, 10.8.2007 kl. 19:11

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

hehehehehe, á nú að fara að loka menn inni fyrir ´svona þjófnaði  Nóg af möðkum í görðum hér,,, maður ætti kannski að reyna að selja þá fyrir svona smá slikk

Bjarney Hallgrímsdóttir, 10.8.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Bjarney, virkja maðkana .

Herdís Sigurjónsdóttir, 11.8.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband