Þjóðargrín í Spaugstofunni

Það hefur mikið verið fjallað um grínútgáfu Spaugstofumanna af þjóðsöngnum. Ljóst er að um lögbrot var að ræða og veltir fólk því nú fyrir sér hvert framhald málsins verði. Ætla ég ekki að leyna aðdáun minni á þeim félögum og hef verið ein af þessum 50% þjóðarinnar sem horfir á þá á laugardögum. Þeir eru búnir að vera svo lengi á skjánum að börnin mín halda meira að segja að Spaugstofan hafi bara alltaf verið til,  og líta á þá sem jafn eðlilegan dagskrárlið og fréttir og veður.

Maður hefur engst um af hlátri yfir gríni þeirra, sem oft er hárbeitt og vægðarlaust. Enginn er óhultur, en sögðust þeir samt ekki hafa fengið margar kvartanir vegna grínsins, nema þá helst þegar fólk væri ekki tekið fyrir í þáttunum. Maður nær því stundum ekki hvernig þeir fara að því að setja sig í gervi einstaklinga, sem þeir líkjast ekki neitt, en ná samt hverjum takti og tali, enda miklir leikarar þar á ferð.  Það er líka nokkuð ljóst að þeir væru ekki á skjánum árum saman, nema grínið væri í lagi.

Kærar þakkir fyrir alla 300 þættina Spaugstofumenn.

Ég stórefast þó um að þeir grínarar hafi ekki vitað að þeir væru að brjóta landslög með þessari útgáfu af þjóðsöngnum og held að kannski hafi þeir verið með þessu að spenna bogann. Það er annars merkilegt að sjá umræðuna á blogginu, þar sem hægrimenn eru taldir taka þetta lögbrot of nærri sér, þetta hafi nú bara verið smá grín.

Getur þetta verið tilfellið?

Eru hægrimenn virkilega löghlýðnari, en þeir vinsti?  

Maður spyr sig! 

 

 Í 3. grein laga frá árinu 1983 um þjóðsöng Íslendinga segir:

,,Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. "

 


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Hmmmmmm..."borgaraleg óhlýðni"  hvar og hver ætti að setja mörkin?

Ég Gogglaði til gamans borgaralegri óhlýðni og fann bara tvær færslur og var önnur á malefnin.is frá 1994 sem ég svo fann ekki og svo eftirfarandi.

Borgaraleg óhlýðni hefur reynst friðarhreyfingum af ýmsu tagi öflugt tæki og ófá dæmi eru um að friðarsinnum hafi með henni náð að hindra eða tefja vopnabrölt valdsmanna um víða veröld.

Að lokum þá get ég ómögulega verið þér sammála með móðursýkina ... þetta var vel gerður texti,, en ólöglegt lag ... það hefði alveg mátt velja annað lag.

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.3.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já það er alveg rétt að stundum þarf að hrista ærlega upp í málum til að fá þeim breytt. Hvorki ætla ég að fara út í Davíð og ölið né ráðherrafrúnba með nautalundirnar, talandi um tollinn.

Ég er ekki haftakona, en tel að við verðum að virða landslög.

En Jón Krisófer hvað heldur þú með Öxar við ána? ...

Herdís Sigurjónsdóttir, 27.3.2007 kl. 08:32

3 Smámynd: Hammurabi

Til hvers eiginlega að vera með lög, lögin eru bara fyrir þá sem eru ekki frægir.

Það er eitt að setja út á lögin, það er annað að brjóta þau. Ófár barnaníðingurinn vill meina að barnið hafi viljað það, og að lögin séu gölluð. Væri það í lagi ef það væri gert fyrir opnum tjöldum, jah eða bara að viðkomandi sé frægur.

Hammurabi, 27.3.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband