Landsfundur settur

c_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_falkiÞá hefur landsfundur Sjálfstæðisflokksins verið settur. Þetta er öflug samkoma og einstaklega gaman að hitta marga félaga og vini frá öllum landshornum. Á landsfundinum er stefnan mótuð og núna er nákvæmlega mánuður í kosningar og því ljóst að kosningabaráttan sem hefst að fundi loknum verður stutt og snörp.

Setningarathöfnin var flott. Diddú okkar sem er engri lík og Jóhann Friðgeirsson sungu ásamt Léttsveit Reykjavíkur og var það vel gert, en flottast fannst mér samt þegar fram stigu þeir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem sitja í efstu sætum framboðslistanna. Þetta er fólkið sem stendur í eldlínunni og er mikilvægt fyrir okkur hin að styðja vel við bakið á þeim. 

Alltaf er mikil eftirvænting eftir ræðu formanns í upphafi fundar. Geir hélt sína fyrstu formannsræðu og var ræðan mjög málefnaleg og góð. Hann fór yfir þá uppbyggingu og framfarir sem orðið hafa í íslensku þjóðfélagi undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og þann grunn sem hægt er að byggja á til framtíðar. Hann fór líka sérstaklega yfir mál aldraðra og boðaði breytingar í þeim málum til að bæta kjör eldra fólks, sem unnið hefur verið að í samvinnu við samtök eldri sjálfstæðismanna. Að tryggja þeim sem ekki hafa átt kost á að afla sér lífeyrisréttinda lágmarkslífeyri upp á 25. þúsund auk þess sem fólk fær frá almannatryggingakerfinu og að gefa eldra fólk kost á að vinna án þess að það skerði tryggingalífeyri. Að minnka sem fyrst hinar almennu skerðingar í almannatryggingakerfinu úr um 40% í 35% og að þeir sem orðnir eru sjötugir geti unnið launaða vinnu, ef þeir vilja, án skerðinga lífeyris.

Á næstu dögum verður stefnan mótuð og boða þau drög sem nú liggja fyrir ýmsar breytingar. Það er mikilvægt að ná góðri sátt um stefnuna, en flokkurinn er fjölmennur og ólík sjónarmið og veit ég að sem fyrr verða heitar umræður um skattamálin, utanríkismálin, umhverfis- og auðlindamálin og sjávarútvegsmálin. Ég hef tekið þátt í mörgum málefnanefndum á liðnum fundum og hefur verið gaman að sjá málefni sem rædd voru og samþykkt ná fram að ganga, eins og með fæðingarorlofslögin, Vatnajökulsþjóðgarðinn og margt margt fleira. En eitt er víst að næsta sunnudag lýkur landsfundinum og verða þá landsfundarfulltrúar búnir að samþykkja stefnu Sjálfstæðisflokksins á lýðræðislegan hátt og hefst þá kosningabaráttan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun á fundunum. Ég fylgist vel með. Var aðeins að skjóta á Össur á mínu bloggi, þeir segjast vera með jafnstóran fund og við. Fatta bara ekki að hjá okkur eru þetta bara fulltrúar og færri komast að en vilja, en S skráir inn hvern sem er og hefur fundinn galopinn til að ná sem mestum fjölda.Þarft ekki einu sinni að vera í flokknum.  Ef við mundum gera það, kæmu örugglega 5.þús manns.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Karl Tómasson

Óttalegur tími fer í þennan landsfund hjá ykkur.

Er þetta ekki bara edit copy edit paste? Þú ert dottin úr öllu sambandi.

Kær kveðja frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 22:27

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Elsku hjartans Kalli minn, nei aldeilis ekki og hefur þurft að lengja fundi og halda aukafundi til að klára málin, en það voru um 100 manns bara í minni nefnd og því þarf tíma til að ná fram lýðræðislegri sátt um málin... við erum svo mörg ....

Saknaði þín í umhverfisnefndinni, er viss um þú hefðir ekki einu sinni fattað að þú væri ekki á landsfundi VG ....

Herdís Sigurjónsdóttir, 14.4.2007 kl. 22:37

4 Smámynd: Ólafur Als

Baráttukveðjur, Herdís.

Kveðja frá Fjóni,

Ólafur Als, 14.4.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband